Glæsileg frammistaða í Hæfileikakeppninni

Glæsileg frammistaða í Hæfileikakeppninni það voru algjörir snillingar sem stigu á stokk þegar hæfileikakeppni Fjallabyggðar 1-6. bekkinga var haldin í

Fréttir

Glæsileg frammistaða í Hæfileikakeppninni

Glæsilegur hópur
Glæsilegur hópur

það voru algjörir snillingar sem stigu á stokk þegar hæfileikakeppni Fjallabyggðar 1-6. bekkinga var haldin í gær. Atriðin voru 22 og voru söngatriðin í meirihluta en einnig mátti sjá píanóleik, fiðluleik, fimleikaspor og einhverjir sögðu brandara.

Þótt keppt hafi verið um efstu tvö sætin í bæði einstaklings og svo hópatriðum þá voru allir sigurvegarar kvöldsinns og skein gleðin á andlitum allra eftir vel heppnað kvöld, en dómnefndin valdi sex atriði og veitti þeim sérstaka viðurkenningu fyrir sína frammistöðu.

Í flokki einstaklinga fengu þær Sæunn Axelsdóttir 6.bekk með laginu "Mamma þarf að djamma", Ronja Helgadóttir 4.bekk fyrir fluttning sinn á "Heyr mína bæn", Herði Inga fyrir glæsilegan píanóleik og svo Líney Láru 4.bekk sem sýndi fimleikaatriði.

Í flokki hópatriða fengu viðurkenningu dómnefndar Sigrún, Víkingur og Sunna fyrir fluttning sinn á "Nú kemur vorið" og Sylvía, Sandra, Kolbrún og Sigríður fyrir "Dansaðu vindur, dansaðu".

Það er ljóst að miklir hæfileikar leynast hér í Fjallabyggð og gaman verður að fylgjast með þessum snillingum í framtíðinni.

Hæfileikakeppni

Síldarstelpurnar í stuði

Hæfileikakeppni

Verðlaunaafhending

 

Fleiri myndir hér


Athugasemdir

01.maí 2024

Sk Sigló ehf.

580 Siglufjörður
Netfang: sksiglo(hjá)sksiglo.is
Fylgið okkur á Facebook eða Twitter

Póstlisti

Skráðu netfangið þitt á póstlistan okkur.

Ábendingar

Ertu með ábendingu fyrir síðuna eða góða frétt? Sendu okkur þá póst og við könnum málið.

Sendu póst