Gleðifrétt!

Gleðifrétt! Lyftiduftið í Aðalbakaríinu er svo sterkt að öll starfsemin vex inn í Aðalbúðina. Sat í bakakríinu um daginn og drakk kaffi í rólegheitum

Fréttir

Gleðifrétt!

Aðalbakarí  + Aðalbúðin. LOVE=Satt
Aðalbakarí + Aðalbúðin. LOVE=Satt

Lyftiduftið í Aðalbakaríinu er svo sterkt að öll starfsemin vex inn í Aðalbúðina.

Sat í bakakríinu um daginn og drakk kaffi í rólegheitum og var eitthvað að pæla í viðurnöfnum manna, eins og t.d:
Steini Kára, Óli Kára, Kobbi Kára, Tommi Kára og BALDI LÓU ?

Allir eru synir Lóu og Kára, afhvurju Baldi Lóu.......

Allt í einu heyrist þvílíkur hávaði og ég hugsaði, hvur andsk... er Jakop Kárason bakarmeistari að þvo netakúlur í hrærivélunum sínum eða hvað er eiginlega í gangi hérna.

Æpi á afgreiðslustúlkuna: Hvað er að gerast og hún öskrar til baka: "Þeir eru að skera gat á vegginn, við ætlum að stækka inn í Aðalbúðina". 

OK, verð að athuga þetta betur, fer yfir í Aðalbúðina og mikið rétt þeir eru að skera gat á vegginn á milli húsana, eða réttara sagt 2 veggi, því þetta eru tvo ólík hús.

Og er bakarmeistarinn á staðnum? "Nei hann er sofandi, en Óli bróðir hans er hérna fyrir innan".

Já, auðvitað er bakrinn sofandi, hann vinnur á nóttunni svo við hin getum fengið nýbakað brauð á morgnana.


Mikið rétt, hér er verið að skera stórt gat


Fann Ólaf Kárason þarna bakvið, aðeins að kíkja á teikningar og hjálpa bróður sínum.

"Steini bróðir teiknaði þetta, þetta verður sko allvöru bakarí, kaffihús og matsölustaður með fínu eldhúsi og öllu. Fólk getur pantað sér vín með matnum og snafs með síldarréttum".

Flott, og Tommi bróðir syngur "Eins og lindin tær" fyrir gesti alla daga og Baldi veiðir fisk í matinn, þá eru allir með.  "Já. Einmitt segir Óli og hlær."


Hér verður afgreiðsluborð......

"Það verða sæti fyrir minst 60 mans og líklega meira ef við notum gömlu afgreiðsluna sem gesta sal líka og svo ætlum við líka að lengja skyggnið utan á húsinu svo fólk geti setið þurt úti við Aðalgötuna".

Vá, sé þetta allveg fyrir mér, Aðalbakíið í Aðalbúðinni með sína stóru glugga og útsýni yfir Aðalgötuna verður Aðalstaðurinn í bænum.

Frábært framtak, fyrir bæjarbúa og alla aðra sem koma í okkar fallega fjörð!

Og hvenær á að opna? "Fljótlega! Eða eins fljótt og hægt er og þá hef ég ekki sagt of mikið eða of lítið.

Takk Ólafur, rífa þetta af bara opna eins og skot.


Skyggnið verður stækkað svo við getum setið þur úti við Aðalgötuna

Myndir: Kristín Sigurjónsdóttir
Myndvinnsla og texti: NB


Athugasemdir

29.mars 2024

Sk Sigló ehf.

580 Siglufjörður
Netfang: sksiglo(hjá)sksiglo.is
Fylgið okkur á Facebook eða Twitter

Póstlisti

Skráðu netfangið þitt á póstlistan okkur.

Ábendingar

Ertu með ábendingu fyrir síðuna eða góða frétt? Sendu okkur þá póst og við könnum málið.

Sendu póst