Gott að vinna hjá Heilbrigðiseftirlitinu

Gott að vinna hjá Heilbrigðiseftirlitinu Heilbrigðiseftirlit Norðurlands Vestra nær frá Húnavatnssýslu til Ólafsfjarðar og eru í sumar þrír starfsmenn í 2

Fréttir

Gott að vinna hjá Heilbrigðiseftirlitinu

Elva Rut Þorleifsdóttir
Elva Rut Þorleifsdóttir

Heilbrigðiseftirlit Norðurlands Vestra nær frá Húnavatnssýslu til Ólafsfjarðar og eru í sumar þrír starfsmenn í 2 1/2 stöðu sem sjá um margvísleg verkefni. Einn af starfsmönnunum er Siglfirðingurinn Elva Rut Þorleifsdóttir sem nam líftækni við Háskólann á Akureyri.

Elva Rut er í sumarstarfi hjá embættinu og hefur séð um að taka vatnssýni úr vatnsbólum, myndir og GSP hnitsetja bólin frá Skagafirði til Fjallabyggðar. Hefur hún farið á um 50 staði og tjáði mér að vatnssýnin hafi allflest komið vel út.

Fylgdi ég henni eftir í sýnatöku í Knoll fiskverkun í Ólafsfirði og nýju bjórverksmiðjuna á Siglufirði sem er í uppsetningu og í eigu þeirra feðga Haraldar Marteinssonar og Marteins Haraldssonar. 


Kveikt er í vatnskrananum áður en sýnið er tekið til að sótthreinsa hann

Verið er að taka sýni sem eru alltaf tekin á tveggja ára fresti og send til Svíþjóðar til að rannsaka þungamálma, aðskotaefni og eðlisfræðilega þætti vatnsins. Íslenska fyrirtækið Matvís sér um að skoða bakteríusýnin.

Sigurjón Þórðarson Heilbrigðisfulltrúi sagði að verkefnið hefði gengið vel og hefðu þegar komið fyrirspurnir um að úttektin nái til fleiri vatnsbóla og væri embættið að skoða það.

Notaðar eru allt að níu sýnaflöskur af öllum stærðum og gerðum fyrir hvern stað 

Sýnatöku lokið og þá tekur skriffinnskan við

Allt er skráð niður vel og vandlega

Hér má sjá inn í nýju bruggverksmiðjuna á Siglufirði sem er í uppsetningu. Gríðarlega spennandi tímar framundan og verður gaman að fylgjast með metnaðarfullum áformum þeirra feðga Haraldar Marteinssonar og Marteins Haraldssonar


Elva Rut á leið inn í Knoll klifjuð tækjum og tólum fyrir sýnatöku

Texti: Kristín Sigurjónsdóttir
Myndir: Kristín Sigurjónsdóttir 


Athugasemdir

26.apríl 2024

Sk Sigló ehf.

580 Siglufjörður
Netfang: sksiglo(hjá)sksiglo.is
Fylgið okkur á Facebook eða Twitter

Póstlisti

Skráðu netfangið þitt á póstlistan okkur.

Ábendingar

Ertu með ábendingu fyrir síðuna eða góða frétt? Sendu okkur þá póst og við könnum málið.

Sendu póst