Hústaka í Alþýðuhúsinu

Hústaka í Alþýðuhúsinu Á undanförnum árum hafa ungir og skapandi einstaklingar nálgast hvern annan á listrænum forsendum, og alið með sér löngun til að

Fréttir

Hústaka í Alþýðuhúsinu

Á undanförnum árum hafa ungir og skapandi einstaklingar nálgast hvern annan á listrænum forsendum, og alið með sér löngun til að láta að sér kveða í samfélaginu. Vitundarvakning ungs fólks gerir það að verkum að uppgangur er grasrótinni og þess vegna ætlar unglýðurinn með sinni einstölu elju efna til listahátíðar.

Hústaka er þverfagleg listahátíð ungs fólks sem haldin verður í Alþýðuhúsinu á Siglufirði 14. – 16. nóvember. Hugmyndin af hátíðinni spratt af þörf fyrir sýnileika sjálfstæðrar listsköpunar ungs fólks á svæðinu. Þátttakendur hafa fengist við listir af einhverjum toga í lengri eða skemmri tíma. Hústakan verður suðupottur þar sem listin blómstar og ungu fólki gefst tækifæri á að koma hugmyndum sínum á farmfæri og hafa skapandi áhrif hvort á annað. Alþýðuhúsið verður lagt undir á frumlegan hátt og settar verða upp sýningar í hverjum krók og kima.

Hústakan verður opnuð almenningi laugardaginn 15. nóvember frá kl. 14:00-20:00. Dagskráin saman stendur af myndlistarsýningum, lifandi tónlist, ljóðaupplestrum, görningum, vídjósýningum og skapaður verður vettvangur fyrir óvæntar uppákomur. Allir eru hjartanlega velkomnir!

 

Þátttakendur eru:

Úlfur Logason (myndlist, Akureyri)

Sólveig Matthildur (tónlist, Reykjavík)

Jón Arnar Kristjánsson (tónlist/myndlist, Dalvík)

Aldís Dagmar Erlingsdóttir (myndlist, Akureyri)

Áki Sebastian Frostason (tónlist, Akureyri)

Anne Balanant (vídjólist, Akureyri)

Hekla Björt Helgadóttir (ljóðlist, Akureyri)

Hreggviður Harðar og Hulduson (myndlist, Akureyri)

Diljá Björt Bjarmadóttir (vídjólist, Akureyri)

Axel Flóvent Daðason (tónlist, Akureyri)

Margrét Guðbrandsdóttir (myndlist, Akureyri)

Viðar Logi Kristinsson (ljósmyndun, Dalvík)

Lena Birgisdóttir (myndlist/ljóðlist, Akureyri)

Karólína Rós Ólafsdóttir (gjörningalist, Akureyri)

Borgný Finnsdóttir (myndlist/ljóðlist, Akureyri)

Halla Lilja Ármannsdóttir (myndlist, Akureyri)

Ástþór Árnason (myndlist, Siglufjörður)

Megan Auður Grímsdóttir (ljóðlist, Reykjavík)

Magnús Skúlason (tónlist, Reykjavík)

Ólöf Rún Benediktsdóttir (myndlist, Reykjavík)

Berglind Erna Tryggvadóttir (myndlist, Reykjavík)

Sólveig Salmon Gautadóttir (myndlist, Reykjavík)

Ólafur Sverrir Traustason (ljóðlist, Reykjavík)

Brák Jónsdóttir (myndlist, Akureyri)

 

 

Verkefnið er styrkt af;

Alþýðuhúsinu á Siglufirði

Menningaráði Eyþings

Fiskbúð Siglufjarðar

Fjallabyggð


Athugasemdir

26.apríl 2024

Sk Sigló ehf.

580 Siglufjörður
Netfang: sksiglo(hjá)sksiglo.is
Fylgið okkur á Facebook eða Twitter

Póstlisti

Skráðu netfangið þitt á póstlistan okkur.

Ábendingar

Ertu með ábendingu fyrir síðuna eða góða frétt? Sendu okkur þá póst og við könnum málið.

Sendu póst