Í minningu sparisjóðs

Í minningu sparisjóðs Undanfarna mánuði hefur það legið í loftinu að Arion banki ætli sér að hrifsa til sín AFL Sparisjóð, bótalaust. Þessi litla

Fréttir

Í minningu sparisjóðs

142 ára öldungur tekinn af lífi.
142 ára öldungur tekinn af lífi.

Undanfarna mánuði hefur það legið í loftinu að Arion banki ætli sér að hrifsa til sín AFL Sparisjóð, bótalaust. Þessi litla lánastofnun sem varð til við sameiningu Sparisjóðs Skagafjarðar og elstu peningastofnunar landsins, Sparisjóðs Siglufjarðar, mun nú renna inn í sjóði erlendra vogunarsjóða undir nafni Arion banka. Síðasta rúma árið hafa þrjár stjórnir setið í AFLi sparisjóði. Tvær stjórnir skipaðir aðilum sem ætla mætti að hefðu verið óháðar Arion banka. Þann 24. apríl sl. skipaði Arion banki sitt eigið fólk í stjórn AFLs með fjármálastjóra Arion banka sem stjórnarformann. Þessi ráðstöfun var mjög sérkennileg þar sem AFL Sparisjóður er í málaferlum við aðaleiganda sinn, Arion banka, út af erlendum lánum sem talin eru ólögleg samkvæmt lögfræðiáliti. Ef að þessi málaferli vinnast má ætla að það myndist verulegt óráðstafað eigið fé í AFLi Sparisjóði sem borga ætti út í samfélagssjóði í Skagafirði og á Siglufirði. Með þessari aðgerð er Arion banki að koma sér undan þessu máli, því ekki mun bankinn halda uppi málaferlum gegn sjálfum sér.
Eftir hrun íslensku bankanna árið 2008 var því heitið að upp úr rústunum skyldi rísa heilbrigðara bankakerfi með heiðarlegum vinnubrögðum. Fyrir mig sem upplifði efnahagsrunið úr fjarlægð, búandi erlendis, þá átti ég von á að hæft fólk með mikinn metnað og framtíðarsýn tæki við í fjármálageiranum og betri tímar væru í vændum.
Að upplifa vinnubrögð Arion banka í máli AFLs síðustu tvö árin gefa mér ekki tilefni til að ætla að sú sé raunin. Í stjórn Arion banka eru settir útbrunnir einstaklingar með takmarkaða getu til umbreytinga og sitja þar eingöngu til að mata krókinn og þjóna vogunarsjóðunum.
Í bankastjórastóli Arion banka situr síbrotamaður sem á feril í fyrirtækjum sem ítrekað hafa verið í rannsókn vegna brota á samkeppnislögum.
Yfir fyrirtækjasviði Arion banka er ætlaður “Quislingur” sem talið er að hafi keypt sér friðhelgi hjá Sérstökum saksóknara gegn því að vitna gegn fyrrum samstarfsmönnum sínum.
Nú hafa þessir ráðandi öfl í Arion banka lagst svo lágt að innlima lítinn sparisjóð með ofbeldi til að hylma yfir klúðri yfirmanna bankans í uppstokkun á fjárhag AFLs Sparisjóðs. Þetta klúður Arion banka gæti skilið eftir í samfélagssjóðum upphæðir sem um munar fyrir fólkið í byggðunum ef að málaferlin vinnast.
Eftir upplifum eins og yfirgang Arion banka í málefnum AFLs sparisjóðs koma upp í huga mér orð ágæts drengs á örlagastundu: “Guð blessi Ísland”.

Róbert Guðfinnsson


Athugasemdir

25.apríl 2024

Sk Sigló ehf.

580 Siglufjörður
Netfang: sksiglo(hjá)sksiglo.is
Fylgið okkur á Facebook eða Twitter

Póstlisti

Skráðu netfangið þitt á póstlistan okkur.

Ábendingar

Ertu með ábendingu fyrir síðuna eða góða frétt? Sendu okkur þá póst og við könnum málið.

Sendu póst