Íslenskir listamenn gera ekkert í Danmörku

Íslenskir listamenn gera ekkert í Danmörku Verkefnið Núll er samstarf tveggja íslenskra, en ólíkra listamanna í Árósum, Danmörku. Hugmyndin um tómarúmið

Fréttir

Íslenskir listamenn gera ekkert í Danmörku

Verkefnið Núll er samstarf tveggja íslenskra, en ólíkra listamanna í Árósum, Danmörku.

Hugmyndin um tómarúmið og alheiminn, það sem er ekki og það sem er, dróg þau Freyju Reynisdóttur og Arnar Ómarsson saman.

Starandi útí himinngeiminn var ákveðið að búa til ekkert.

Verkefnið dregur upp mynd af óstjórnlegri skilgreiningaráráttu mannsins yfir fimm vikna tímabil sem inniheldur listasmiðjur, samstarf, bókverk og sýningu.

Yfirlýst markmið er að búa til ekkert, sem kallar á grundvallar frumspekilega nálgun á hlutinn og orðið. Verkefniðfellir frá alla mótaða skilgreiningu og endurhugsar hugmyndina um hlutinn og orðið.


Fylgist með á whyissomethingratherthannothing.com


Verkefnið er styrkt af Reykjavíkurborg, SÍM, Myndstefi, D.A.K, Institut for (X) og Aarhus Billedkunstcenter, en unnið í samstarfi við Háskóla Árósa og Lodret hönnunarstofu. 



Athugasemdir

26.apríl 2024

Sk Sigló ehf.

580 Siglufjörður
Netfang: sksiglo(hjá)sksiglo.is
Fylgið okkur á Facebook eða Twitter

Póstlisti

Skráðu netfangið þitt á póstlistan okkur.

Ábendingar

Ertu með ábendingu fyrir síðuna eða góða frétt? Sendu okkur þá póst og við könnum málið.

Sendu póst