Gamla myndin: Jólatré frá vinabćjum

Gamla myndin: Jólatré frá vinabćjum Elsta heimild um jólatrésskemmtun á Siglufirđi er frá árinu 1903. En fyrsta útijólatréđ kom til Siglufjarđar í

Fréttir

Gamla myndin: Jólatré frá vinabćjum

Tréiđ á torginu setur jólasvip á bćinn.
Tréiđ á torginu setur jólasvip á bćinn.

Elsta heimild um jólatrésskemmtun á Siglufirđi er frá árinu 1903. En fyrsta útijólatréđ kom til Siglufjarđar í desember 1950.

Vinabćr Siglufjarđar í Noregi, Holmestrand, sendi ţá bćjarbúum jólatré ađ gjöf. Ţetta var sex metra hátt tré, fallegt og vel lagađ og sett upp á Ţorláksmessu framan viđ Siglufjarđarkirkju. Var „komiđ fyrir á ţví jólaljósum svo ađ ţađ blasir viđ augum víđa úr bćnum og eykur á jólasvipinn,“ sagđi í Tímanum. Ađ loknum aftansöng í kirkjunni á ađfangadagskvöld stađnćmdust kirkjugestirnir, sem voru um fimm hundruđ, viđ jólatréđ og ţar söng kirkjukórinn jólasálm. „Veđur var fagurt og bjart, glađa tunglskin og stjörnur tindrandi á himni kvöldfegurđarinnar.“ Í Siglfirđingi sagđi: „Jólatré ţetta er fagur vottur vinarhugar gefendanna.“ Fyrir jólin hafđi Fegrunarfélag Siglufjarđar beint ţeim tilmćlum til verslana ađ láta lifa ljós í sýningargluggum sínum yfir jólin „í tilefni af ţví ađ öldin er hálfnuđ“.

Ástćđu ţessarar gjafar má rekja til starfs Norrćna félagsins á Siglufirđi. Ţađ var stofnađ sumariđ 1938 en áratug síđar tók ţađ upp vinabćjasamband viđ fjóra norrćna bći og síđar bćttust ađrir ţrír viđ. Fyrsta vinabćjamótiđ á Íslandi var haldiđ á Siglufirđi í lok júlí 1951. Ţess má geta ađ fyrsta norska jólatréđ var gefiđ Reykvíkingum 1952 og hiđ fyrsta á Akureyri var sett upp 1954.

Áriđ 1955 var jólatréđ á Ráđhústorginu frá Herning, vinabć Siglufjarđar í Danmörku, og var ellefu metra hátt. „Er jólatré ţetta mikil bćjarprýđi,“ sagđi í blađafrétt. Jólatréđ 1957 var frá Vänersborg, vinabć Siglufjarđar í Svíţjóđ. Í Tímanum var sagt ađ ţetta vćri góđ jólagjöf sem bćjarbúar mćtu mikils. Áriđ eftir kom tré á ný frá vinabćnum í Danmörku og mun svo hafa veriđ lengst af síđan

Norrćnir vinabćir hafa gefiđ Siglfirđingum jólatré síđan 1950.

Myndin er tekin eftir miđjan sjötta áratuginn.

Texti Jónas Ragnarsson

Myndir: Kristfinnur Gudjonsson. Ljosmyndasafn Siglufjardar.


Athugasemdir

10.desember 2019

Sk Sigló ehf.

580 Siglufjörđur
Netfang: sksiglo(hjá)sksiglo.is
Fylgiđ okkur á Facebook eđa Twitter

Póstlisti

Skráðu netfangið þitt á póstlistan okkur.

Ábendingar

Ertu með ábendingu fyrir síðuna eða góða frétt? Sendu okkur þá póst og við könnum málið.

Sendu póst