Kristján L. Möller svarar rangfærslum Ómars Ragnarssonar

Kristján L. Möller svarar rangfærslum Ómars Ragnarssonar Í svari sínu til Ómars Ragnarssonar skrifar Kristján L. Möller að nokkrar rangfærslur hafi verið

Fréttir

Kristján L. Möller svarar rangfærslum Ómars Ragnarssonar

Kristján L. Möller
Kristján L. Möller


Í svari sínu til Ómars Ragnarssonar skrifar Kristján L. Möller að nokkrar rangfærslur hafi verið í bréfi Ómars Ragnarsonar. Vissulega hafi veigamikið atriði verið vegalengdin til Ólafsfjarðar en einnig hefði Fljótaleiðin verið óhagkvæmari og dýrari kostur auk þess sem Siglufjörður hefði ennþá verið endastöð. Kristján telur að Ómar hafi lent í rökþrotum í bloggi sínu og ekki haft áhuga a heiðarlegum samanburði þessara tveggja fyrrum kosta.

Svar Kristjáns L. Möller sem skrifað er í dag má lesa í heild sinni hér að neðan.

Ómar Ragnarsson fyrrverandi fréttamaður skrifar á blogg síðu sína um samgöngumál á utanverðum Tröllaskaga.

Ég sé mig knúinn til að svara nokkrum rangfærslum sem koma fram í skrifum hans sérstaklega þegar hann er að bera saman jarðgangakosti um Héðinsfjörð og svokallaða Fljótaleið sem líka kom til greina.

Grein Ómars heitir „Vildu ekki göng yfir í Fljót„ og um það ætla ég að skrifa nokkur orð.

Ómar talar um að Fljótaleiðin hafi haft þann ókost að leiðin milli Ólafsfjarðar og Siglufjarðar væri 34 km í stað 17 km sem er alveg hárrétt hjá honum. Þetta var veigamikið atriði hvað varðaði ákvörðunartöku um hvor leiðin yrði valin. En höfuð ókostur Fljótaleiðarinnar var sá að göngin í Holtsdal í Fljótum áttu að vera í um 160 m.h.y.s. og í einum 80 m.y.s. við Þverá í Ólafsfirði og um 8 km inn í Ólafsfirði, og í þetta mikilli hæð yfir sjó hefðu göngin orðið um 12.5 km að lengd og því líka dýrari. Hefði gangamunninn verið hafður neðar hefðu göngin lengst enn meira og orðið enn dýrari heldur en Héðinsfjarðarleiðin. Þetta var allra versti ókostur Fljótaleiðarinnar þ.e. gangamunninn í þessari hæð yfir sjó og það í Fljótum sem er eitt mesta snjósvæði landsins. Sem sagt jarðgöng í Fljótum í 160 m.h.y.s. var afleitur kostur.

Auk þessarar tveggja atriða er rétt að minna á eitt til viðbótar þ.e. að Siglufjörður hefði þá áfram verið endastöð.

Grípum svo aðeins orðrétt í grein Ómars: „Þau viðhéldu töfrum Héðinsfjarðar og ævintýralegu aðdráttarafli hans sem eina óbyggða fjarðarins á svæðinu frá Ingólfsfirði á Ströndum til Loðmundarfjarðar á Austfjörðum“
Ég held að þetta sé eitt aðal atriði Ómars hvað varðar andstöðu hans við Héðinsfjarðarleiðina, skemma hagsmuni almennings um bestu vegabætur m.þ.a. taka áhugamál sitt um varðveislu eyðifjarðar fram yfir hagsmuni núlifandi íbúa landsins. Höfum það hugfast að nú geta allir litið hinn fagra Héðinsfjörð augum.

Síðan fáum við alþingismenn og starfsmenn vegagerðarinnar nokkrar pillur frá Ómari – hann segir : „Pólítískir kjördæmahagsmunir og flutningur Siglufjarðar úr Norðurlandskjördæmi vestra yfir í Norðausturkjördæmi réðu miklu um að Héðinsfjarðargöng voru valin. Til að aðstoða þingmennina til að tala niður Fljótaleiðina niður var Vegagerðin fengin til að gera að skilyrði að gangamunnarnir Fljótamegin lægju mun lægra en aðrir gangamunnar á landinu. Það lengdi göngin verulega og gerði þau dýrari. Meðmælendur Héðinsfjarðarleiðarinnar höfðu yfirburði í aðstöðu til að reka áróður fyrir henni. „

Rökþrot Ómars hvað varðar hans áhuga á að bera saman þessa tvo kosti á heiðarlegan hátt koma hér best fram hjá honum. Við - stjórnmálamenn og vegagerðarmenn sem þessa ákvörðun tókum bárum saman áðurtalda kosti og galla og komumst að þeirri niðurstöðu að Héðinsfjarðarleiðin væri miklu betri kostur og myndi hafa miklu jákvæðari áhrif, sem hefur heldur betur sannað sig að var rétt.

Kristján L. Möller

Hér er svo facbook síða Kristjáns : https://www.facebook.com/profile.php?id=100001317658965


Tengdar fréttir:
Ómar Ragnarsson vill ekki göng yfir í Fljót


Athugasemdir

20.apríl 2024

Sk Sigló ehf.

580 Siglufjörður
Netfang: sksiglo(hjá)sksiglo.is
Fylgið okkur á Facebook eða Twitter

Póstlisti

Skráðu netfangið þitt á póstlistan okkur.

Ábendingar

Ertu með ábendingu fyrir síðuna eða góða frétt? Sendu okkur þá póst og við könnum málið.

Sendu póst