Lygilegt hvað Siglfirðingar fara víða!

Lygilegt hvað Siglfirðingar fara víða! Fékk nokkrar myndir sendar frá Bjarna Þorgeirssyni málarameistara þar sem hann er staddur um borð í

Fréttir

Lygilegt hvað Siglfirðingar fara víða!

Costa Pacfica
Costa Pacfica

Fékk nokkrar myndir sendar frá Bjarna Þorgeirssyni málarameistara þar sem hann er staddur um borð í skemmtferðaskipinu Costa Pacfica.

Risastórt skemmtiferðaskip og systurskip Costa Concordia sem fórst við strendur ítalíu í fyrra.

Skipið er 290 m á lengd og 36 m á breidd.

Farþegafjöldi um borð í  Costa Pacfica er um 3000 og áhöfn ca. 1000 manns. Eins og Bjarni sagði sjálfur, þetta er fleira en samtals á Dalvík, Ólafsfirði og Siglufirði samanlagt.

Bjarni hefur aldrei séð annað eins morgunverðar hlaðborð og um borð í þessum fljótandi lúxus, 100 metra langt, hlaðið kræsingum. 

Myndirnar segja allt sem segja þarf um þessa flótandi verslunarmiðstöð.

Bjarni á spjalli við skipstjóran. "Brúin var á stærð við fótboltavöll" sagið Bjarni

Miðskips er þetta stóra Lobbý, verslarnir og veitingastaðir á fleiri hæðum.

Bjarni fær sér að borða á einum af fjölmörgum veitingastöðum um borð!

Spilavíti, bíó og bowlinghöll fyrir gestina að dunda sér við......

Þrjár sundlaugar eru um borð, "þessi var nú frekar lítil sagði Bjarni"

Myndir: Bjarni þorgeirsson
Texti: NB


Athugasemdir

23.apríl 2024

Sk Sigló ehf.

580 Siglufjörður
Netfang: sksiglo(hjá)sksiglo.is
Fylgið okkur á Facebook eða Twitter

Póstlisti

Skráðu netfangið þitt á póstlistan okkur.

Ábendingar

Ertu með ábendingu fyrir síðuna eða góða frétt? Sendu okkur þá póst og við könnum málið.

Sendu póst