Með virðingu fyrir góðu fólki gamla síldarbæjarins

Með virðingu fyrir góðu fólki gamla síldarbæjarins Örlygur Kristfinnsson las upp úr bók sinni Svipmyndir úr síldarbæ við góðar undirtektir í bókasafni

Fréttir

Með virðingu fyrir góðu fólki gamla síldarbæjarins

Örlygur áritar eintak af bókinni
Örlygur áritar eintak af bókinni
Örlygur Kristfinnsson las upp úr bók sinni Svipmyndir úr síldarbæ við góðar undirtektir í bókasafni Siglufjarðar.

Í bókini dregur hann upp upp einstaklega lifandi og skemmtilegar myndir af eftirminnilegu fólki frá Siglufirði.

Það eru um tólf ár síðan Örlygur hóf að skrifa niður sögur af eftirminnilegu fólki, aðallega til þess að forða því að þetta stórmerkilega fólk félli í gleymsku og til þess að viðhalda sagnaarfinum.

Þetta óx orð af orði, síðu af síðu og nú er komin út þessi ómetanlega heimild um mannlífið í gamla síldarbænum.

Í bókinni eru nefndir til sögunnar kallar eins og Sveini sífulli, Daníel Þórhalls, Gústi guðsmaður, Fúsi Friðjóns, Vaggi í Bakka, Maggi á Ásnum, Nörgor, Tóri, Óli Tór, Bjössi Frímanns, Vignir hringjari, Guðmundur góði, Jón Þorsteins, Hannes Beggólín, Jói bö og Schiöth.

Bókin er unnin með virðingu fyrir góðu fólki gamla síldarbæjarins og var einstaklega gaman að sjá þann mikla heiðursmann Ólaf Thorarensen taka við fyrsta eintaki bókarinnar, en hann kemur töluvert við sögu í bókinni.

Það var ekki annað að sjá en þeir fjölmörgu gestir sem mættu á upplesturinn hefðu skemmt sér konunglega, enda lifandi og vel skrifaðar sögur auk þess sem Örlygur las upp með leikrænum tilþrifum.

Einstaklega vönduð og skemmtileg bók hér á ferð auk þess sem hún er ómetanleg heimild um gamla síldarbæinn.



Ólafur Thorarensen var heiðursgestur og fékk áritað eintak frá höfundinum.

Nokkrar myndir frá Steingrími hér í PDF formi má skoða  HÉR  (tekur smá stund að hlaða upp)

Athugasemdir

20.apríl 2024

Sk Sigló ehf.

580 Siglufjörður
Netfang: sksiglo(hjá)sksiglo.is
Fylgið okkur á Facebook eða Twitter

Póstlisti

Skráðu netfangið þitt á póstlistan okkur.

Ábendingar

Ertu með ábendingu fyrir síðuna eða góða frétt? Sendu okkur þá póst og við könnum málið.

Sendu póst