Mynd vikunnar-Blys á brún Hvanneyrarskálar

Mynd vikunnar-Blys á brún Hvanneyrarskálar Blys voru í fyrsta sinn tendruđ á brún Hvanneyrarskálar á ţrettándanum 1947. Í dagbók lögreglunnar á

Fréttir

Mynd vikunnar-Blys á brún Hvanneyrarskálar


Blys voru í fyrsta sinn tendruđ á brún Hvanneyrarskálar á ţrettándanum 1947. Í dagbók lögreglunnar á Siglufirđi 6. janúar 1947 er bókađ: Klukkan 20.45 var kveikt á blysunum upp í Hvanneyrarskálarbarminum og náđu blysin upp í hlíđar báđum megin viđ Hvanneyrarskálina.

Blysin voru samtals 35, auk allmargra smćrri blysa í hlíđinni neđan viđ Hvanneyrarskálina. Starfsmenn úr S.R. útbjuggu blysin. Brún Hvanneyrarskálar hefur veriđ lýst upp um hver áramót síđan.

Í blađinu Ísafold og Vörđur, 6. janúar 1953, segir svo. Á vegum skíđafélaganna á Siglufirđi hafđi veriđ komiđ fyrir fjölda blysa í Hvanneyrarskál ( á gamlárskvöld 1952), ţannig ađ fremri  brún skálarinnar var ţakin blysum frá norđri til suđurs. Um kvöldiđ var kveikt á öllum blysunum samtímis.

Laust fyrir miđnćtti kom önnur ljósadýrđ litlu sunnar í fjallinu beint upp af bćnum og eftir ađ ţessi ljósadýrđ hafđi fengiđ fast form kom út ártaliđ 1953. Var ţessu mjög smekklega fyrir komiđ. Svo kyrrt var ađ kerti loguđu úti hvar sem var í bćnum.

Ţetta var í fyrsta sinn sem logandi ártal var sett međ kyndlum í fjalliđ ofan viđ bćinn, undir syđsta Gimraklettinum. Um ţađ sáu nokkrir ungir menn og var Ragnar Páll Einarsson listmálari foringi fyrir ţeim hópi, svo sem frá er greint í Hellunni áriđ 1991. Ţeir héldu ţessum siđ um fimm áramót. Síđar settu Skíđafélagsmenn ártaliđ neđan viđ ljósin á Hvanneyrarskálarbrún.

Í Siglfirđing, 21. janúar 1963, segir Skíđafélag Siglufjarđar, Skíđaborg, sá um áramótaskreytingarnar í Hvanneyrarskál og fjallshlíđinni fyrir ofan bćinn, međ líku sniđi og veriđ hefur.

Ađ ţessu sinni ( á gamlárskvöld 1962 ) var lýsing skálarinnar og ártaliđ raflýst, sem er einsdćmi hérlendis, og var hiđ fegursta. Síđan segir ađ ţessi lýsing hafi gert Siglufjörđ öđrum bćjum sérstćđari í áramótaskreytingum.


Heimild : Siglfirskur ánnáll eftir Ţ. Ragnar Jónasson
Myndir úr Ljósmyndasafni Siglufjarđar no. 16-nn-0311-01, 16-nn-0311-02, 08-59-0313-34, 03-58- Hinrik Andresson, 32-nn-016-01

Athugasemdir

26.september 2021

Sk Sigló ehf.

580 Siglufjörđur
Netfang: sksiglo(hjá)sksiglo.is
Fylgiđ okkur á Facebook eđa Twitter

Póstlisti

Skráðu netfangið þitt á póstlistan okkur.

Ábendingar

Ertu með ábendingu fyrir síðuna eða góða frétt? Sendu okkur þá póst og við könnum málið.

Sendu póst