Mynd vikunnar-Blys á brún Hvanneyrarskálar

Mynd vikunnar-Blys á brún Hvanneyrarskálar Blys voru í fyrsta sinn tendruð á brún Hvanneyrarskálar á þrettándanum 1947. Í dagbók lögreglunnar á

Fréttir

Mynd vikunnar-Blys á brún Hvanneyrarskálar


Blys voru í fyrsta sinn tendruð á brún Hvanneyrarskálar á þrettándanum 1947. Í dagbók lögreglunnar á Siglufirði 6. janúar 1947 er bókað: Klukkan 20.45 var kveikt á blysunum upp í Hvanneyrarskálarbarminum og náðu blysin upp í hlíðar báðum megin við Hvanneyrarskálina.

Blysin voru samtals 35, auk allmargra smærri blysa í hlíðinni neðan við Hvanneyrarskálina. Starfsmenn úr S.R. útbjuggu blysin. Brún Hvanneyrarskálar hefur verið lýst upp um hver áramót síðan.

Í blaðinu Ísafold og Vörður, 6. janúar 1953, segir svo. Á vegum skíðafélaganna á Siglufirði hafði verið komið fyrir fjölda blysa í Hvanneyrarskál ( á gamlárskvöld 1952), þannig að fremri  brún skálarinnar var þakin blysum frá norðri til suðurs. Um kvöldið var kveikt á öllum blysunum samtímis.

Laust fyrir miðnætti kom önnur ljósadýrð litlu sunnar í fjallinu beint upp af bænum og eftir að þessi ljósadýrð hafði fengið fast form kom út ártalið 1953. Var þessu mjög smekklega fyrir komið. Svo kyrrt var að kerti loguðu úti hvar sem var í bænum.

Þetta var í fyrsta sinn sem logandi ártal var sett með kyndlum í fjallið ofan við bæinn, undir syðsta Gimraklettinum. Um það sáu nokkrir ungir menn og var Ragnar Páll Einarsson listmálari foringi fyrir þeim hópi, svo sem frá er greint í Hellunni árið 1991. Þeir héldu þessum sið um fimm áramót. Síðar settu Skíðafélagsmenn ártalið neðan við ljósin á Hvanneyrarskálarbrún.

Í Siglfirðing, 21. janúar 1963, segir Skíðafélag Siglufjarðar, Skíðaborg, sá um áramótaskreytingarnar í Hvanneyrarskál og fjallshlíðinni fyrir ofan bæinn, með líku sniði og verið hefur.

Að þessu sinni ( á gamlárskvöld 1962 ) var lýsing skálarinnar og ártalið raflýst, sem er einsdæmi hérlendis, og var hið fegursta. Síðan segir að þessi lýsing hafi gert Siglufjörð öðrum bæjum sérstæðari í áramótaskreytingum.










Heimild : Siglfirskur ánnáll eftir Þ. Ragnar Jónasson
Myndir úr Ljósmyndasafni Siglufjarðar no. 16-nn-0311-01, 16-nn-0311-02, 08-59-0313-34, 03-58- Hinrik Andresson, 32-nn-016-01

Athugasemdir

19.apríl 2024

Sk Sigló ehf.

580 Siglufjörður
Netfang: sksiglo(hjá)sksiglo.is
Fylgið okkur á Facebook eða Twitter

Póstlisti

Skráðu netfangið þitt á póstlistan okkur.

Ábendingar

Ertu með ábendingu fyrir síðuna eða góða frétt? Sendu okkur þá póst og við könnum málið.

Sendu póst