Hótel Siglunes! Myndir frá horfinni tíð

Hótel Siglunes! Myndir frá horfinni tíð Eigendum Sigluness Guesthouse barst fyrir stuttu skemmtilegur póstur frá Jónatan Garðarssyni sem segir okkur sögu

Fréttir

Hótel Siglunes! Myndir frá horfinni tíð

Hótel Siglunes 1939
Hótel Siglunes 1939

Eigendum Sigluness Guesthouse barst fyrir stuttu skemmtilegur póstur frá Jónatan Garðarssyni sem segir okkur sögu ljósmyndar af hljómsveit sem spilaði fyrir dansi í áramótar gleði árið 1939.
Svo skemmtilega vildi til að eigendur Siglunes höfðu látið Huldu Vilhjálmsdóttur listmálara mála mynd eftir ljósmyndinni sem hangir í anddyrinu, gestum og gangandi til ánægju.

" Heil og sæl".

"Var að horfa á Júlla Júll á N4 þar sem hann ræddi við ykkur um Hótel Siglunes.

Afi minn Jónatan Ólafsson tónlistarmaður og lagasmiður var í hljómsveit sem spilaði á Hótel Siglunesi í nokkur ár.

Það er til lituð ljósmynd úr dánarabúi af þar sem hljómsveitarmeðlimir höfðu klætt sig upp í tilefni af áramótagleði og svo er önnur ljósmynd í 50 ára afmælisriti Félags íslenskra hljómlistarmanna.

Málverk sem gert er eftir lituðu ljósmyndinni, hangir núna upp á vegg á Gistiheimilinu Siglunes.

Datt í hug að senda ykkur þessar ljósmyndir. Þeir sem voru í hljómsveitinni voru Jónatan Ólafsson píanó- og harmonikuleikari, Poul Bernburg trommuleikari, Þorvaldur Steingrímsson klarinettu-, fiðlu og saxófónleikari og Gísli Einarsson saxófónleikari.

Á þessum árum var afi búsettur á Siglufirði, kom þangað 1931 sem undirleikari hjá bróður sínum Erlingi Ólafssyni, sem var baritón söngvari, en þeir voru á söngferð um landið.

Þeir fóru að vísu ekki lengra því báðir fóru að vinna í síld, afi kynntist ömmu minni Þorbjörgu Guðmundsdóttur, sem var Siglfirðingur og þau eignuðust móður mína Erlu Elísabetu Jónatansdóttur haustið 1934.

Þau bjuggu á Siglufirði til 1941 þegar þau fluttu suður í Hafnarfjörð.

Afi stjórnaði um tíma Karlakórnum Vísi og kenndi tónlist við Gagnfræðaskóla Siglufjarðar.

Hann skrifaði einhverntíma smásögu um lætin sem gátu skapast á böllunum, þegar landlegur voru og allt iðaði af lífi í bænum, en þið hafið væntanlega heyrt margar slíkar sögur."

Kveðja
Jónatan Garðarsson

Hafnarfirði

Þökkum þér þessa skemmtilegu sögu Jónatan. Við elskum sögur héðan frá á Sigló svo endilega sendu okkur þær sögur sem afi þinn skrifaði niður.

Texti: NB og Jónatan Garðarsson
Mynd af málverki: NB 


Athugasemdir

18.apríl 2024

Sk Sigló ehf.

580 Siglufjörður
Netfang: sksiglo(hjá)sksiglo.is
Fylgið okkur á Facebook eða Twitter

Póstlisti

Skráðu netfangið þitt á póstlistan okkur.

Ábendingar

Ertu með ábendingu fyrir síðuna eða góða frétt? Sendu okkur þá póst og við könnum málið.

Sendu póst