Námskeið um tónlistabyltinguna á Siglufirði

Námskeið um tónlistabyltinguna á Siglufirði Námskeiðið er í dag og á morgun 2.-3. júlí frá kl. 14.00-17.00. Kostar aðeins 5000 kr. á námskeiðið og 4000

Fréttir

Námskeið um tónlistabyltinguna á Siglufirði

Mynd fengin að láni.
Mynd fengin að láni.

Námskeiðið er í dag og á morgun 2.-3. júlí frá kl. 14.00-17.00. Kostar aðeins 5000 kr. á námskeiðið og 4000 kr. fyrir eldri borgara og öryrkja. 

Staður: Grunnskólinn við Norðurgötu og kennari er Árni Björnsson þjóðháttafræðingur 

Námskeiðið um tónlistabyltinguna á Siglufirði og Sigursveinn D. Kristinsson sem stofnaði á Siglufirði fyrsta tónskóla á Íslandi sem ekki var öðru fremur ætlaður börnum betri borgara heldur öllum almenningi. Hann lét kaupa fjölda hljóðfæra frá Þýskalandi svo öll börn á Siglufirði sem vildu leika á hljóðfæri fengju ósk sína uppfyllta. Hann stofnaði Sjálfsbjörgu á Siglufirði sem síðan breyttist í öflug landssamtök fatlaðra.

Á námskeiðinu verða einnig rakin afskipti Sigursveins af verkalýðsmálum í heimabæ hans Ólafsfirði, hvernig hann þrátt fyrir alvarlega fötlun stundaði tónlistarnám í Reykjavík og Berlín og stofnaði bæði söngsveit og lúðrasveit verkalýðs í Reykjavík.

Eftir komu Sigursveins til Siglufjarðar varð staðurinn annar mesti tónlistarbær landsins með kórum og hljómsveitum ásamt öflugum tónlistarskóla. Eftir dvölina nyrðra stofnaði Sigursveinn tónskóla í Reykjavík sem varð einn fjölmennasti tónlistarskóli landsins.


Athugasemdir

26.apríl 2024

Sk Sigló ehf.

580 Siglufjörður
Netfang: sksiglo(hjá)sksiglo.is
Fylgið okkur á Facebook eða Twitter

Póstlisti

Skráðu netfangið þitt á póstlistan okkur.

Ábendingar

Ertu með ábendingu fyrir síðuna eða góða frétt? Sendu okkur þá póst og við könnum málið.

Sendu póst