Opnun ljósmyndasýningar Björns Valdimarssonar

Opnun ljósmyndasýningar Björns Valdimarssonar Þann 17. júní verður opnuð sýning með ljósmyndum Björns Valdimarssonar í Saga-Fotografia

Fréttir

Opnun ljósmyndasýningar Björns Valdimarssonar

Mynd frá Ljósmyndasýningu Björns Valdimars
Mynd frá Ljósmyndasýningu Björns Valdimars

Þann 17. júní verður opnuð sýning með ljósmyndum Björns Valdimarssonar í Saga-Fotografica ljósmyndasögusafninu á Siglufirði. 

Sýndar verða myndir úr þrem myndaröðum frá síðustu árum. FÓLKIÐ Á SIGLÓ, sem byggir á myndum af fólki sem tengist Siglufirði. LÍFIÐ Á SAUÐANESI er með myndum frá bænum Sauðanesi við Siglufjörð. Auk hefðbundinna bústarfa eru hjónin þar meðal annars með vitaeftirlit, veðurathuganir og hestaleigu. Þriðja myndaröðin nefnist MINNISVARÐAR og er hún með myndum af eyðibýlum, öðrum mannvirkjum og gömlum farartækjum í landslaginu á Norðurlandi sem flest eiga það sameiginlegt að vera að eyðast og smám saman að verða hluti af náttúrunni. 

Einnig verða kynntir nýir sýningagripir á ljósmyndasögusafninu. Þar á meðal forláta risastór rafmagnsdrifin sænsk Hugo Svenson Mahony myndavél sem var smíðuð 1946 í Gautaborg. 

Safnið og sýningin verða opin daglega frá 13:00 til 16:00 nú í sumar.

Hægt er að semja um aðra skoðunartíma fyrir hópa.


Athugasemdir

26.apríl 2024

Sk Sigló ehf.

580 Siglufjörður
Netfang: sksiglo(hjá)sksiglo.is
Fylgið okkur á Facebook eða Twitter

Póstlisti

Skráðu netfangið þitt á póstlistan okkur.

Ábendingar

Ertu með ábendingu fyrir síðuna eða góða frétt? Sendu okkur þá póst og við könnum málið.

Sendu póst