Gamla myndin: Óskar Halldórsson

Gamla myndin: Óskar Halldórsson Ein ţekktasta mynd Kristfinns Guđjónssonar í Ljósmyndasafni Siglufjarđar er af Óskari Halldórssyni útgerđarmanni og

Fréttir

Gamla myndin: Óskar Halldórsson

Óskar Halldórsson
Óskar Halldórsson
Ein ţekktasta mynd Kristfinns Guđjónssonar í Ljósmyndasafni Siglufjarđar er af Óskari Halldórssyni útgerđarmanni og einum mesta síldarsaltanda landsins í áratugi, ţar sem hann situr á síldartunnu. 

Myndin birtist sennilega fyrst í Sunnudagsblađi Vísis 6. september 1942.
 Ađ mati Örlygs Kristfinnssonar safnstjóra, sonar ljósmyndarans, gćti myndin hafa veriđ tekin sumariđ 1942 á svonefndri Bakkevigsstöđ, sem Óskar hafđi ţá keypt og í kjölfariđ var nefnd Jarlsstöđ. Stöđin var á austurhluta Siglufjarđareyrar, sunnan viđ söltunarstöđina Hrímni og austan viđ frystihús Ásgeirs Péturssonar, sem Óskar keypti einnig.

    Ţetta sama sumar var ţess minnst ađ 25 ár voru síđan Óskar hóf starfsemi sína á Siglufirđi, 10. júní 1917. „Hann kom ţangađ öllum ókunnugur í ţeim tilgangi ađ kaupa ţar ţorskalifur og brćđa hana sjálfur,“ sagđi í grein í Ćgi. „Strax sama morguninn og hann kom keypti hann lóđ fyrir 300 krónur af Bessa gamla, viđ Álalćkinn, undir lifrarbrćđsluskýliđ, keypti í ţađ efni, fékk smiđ til ađ reisa ţađ, og um kvöldiđ var „fabrikkan” komin upp og í fullum gangi.“


    Áriđ 1919 hóf Óskar síldarsöltun í stórum stíl og síđan útgerđ og annađist hvoru tveggja í 33 ár. Óskar vakti fyrstur máls á ţví áriđ 1924 ađ reist yrđi síldarverksmiđja á vegum ríkisins. Hann byggđi íshús í Bakka viđ Siglufjörđ og rak ţar einnig á annan áratug stóra söltunarstöđ, sem áđur hafđi veriđ í eigu Péturs Thorsteinssonar á Bíldudal. Sagt er ađ hann hafi ţurft ađ endurbyggja bryggjurnar ţar flest vor, vegna skemmda af völdum sjávargangs.


    „Ég hefi margar góđar endurminningar frá Siglufirđi öll ţessi ár, sem liđin eru síđan ég kom ţar fyrst,“ sagđi Óskar í blađaviđtali 1942. „Hafđi ég lengst af síldarstöđina Bakki, enda er ég lítt ţekktur undir öđru nafni hér á Siglufirđi en Óskar á Bakka. Ţađ gekk misjafnlega ţessi mörgu ár. Ég var stundum undir bakkanum og stundum ofan á honum, ţví ađ jafnan valt á ýmsu í síldarútveginum.“


    Óskar Halldórsson lést voriđ 1953, 59 ára. Tćpum tveimur áratugum síđar kom út bókin Guđsgjafaţulaeftir Halldór Laxness. Nóbelsskáldiđ sagđist aldrei hafa fariđ í launkofa međ ţađ ađ hann hafi haft Óskar „til fyrirmyndar“ ţegar hann „sauđ saman“ ađalpersónuna, Íslandsbersa. „Óskar var afskaplega flott mađur og stór í sniđum, alltaf sama stórmenniđ, hvort sem gekk vel eđa illa í síldarbraskinu,“ sagđi Halldór í samtalsbókinni Til fundar viđ skáldiđ.


    Aldamótaáriđ 2000 samţykkti bćjarstjórn Siglufjarđar ađ heiđra minningu ţessarar stóru persónu í sögu Siglufjarđar og íslensks síldarútvegs međ ţví ađ gefa nýrri löndunarbryggju sunnan Öldubrjóts nafniđ Óskarsbryggja og nálćgri götu nafniđ Óskarsgata.

 


 

Ţessi ljósmynd af Óskari Halldórssyni er orđin eins konar táknmynd fyrir síldarspekúlanta og síldarárin.

 

Texti: Jónas Ragnarsson.

Mynd: Kristfinnur Guđjónsson, Ljósmyndasafn Siglufjarđar.
Athugasemdir

18.júlí 2019

Sk Sigló ehf.

580 Siglufjörđur
Netfang: sksiglo(hjá)sksiglo.is
Fylgiđ okkur á Facebook eđa Twitter

Póstlisti

Skráðu netfangið þitt á póstlistan okkur.

Ábendingar

Ertu með ábendingu fyrir síðuna eða góða frétt? Sendu okkur þá póst og við könnum málið.

Sendu póst