Prinsessuviðtalið

Prinsessuviðtalið Fyrsta Prinsessuviðtalið hjá siglo.is er við hana Herdísi Stefáns (sem er dóttir Huldu Kristins sem er svo systir Steingríms Kristins

Fréttir

Prinsessuviðtalið

Herdís Stefáns.
Herdís Stefáns.
Fyrsta Prinsessuviðtalið hjá siglo.is er við hana Herdísi Stefáns (sem er dóttir Huldu Kristins sem er svo systir Steingríms Kristins eða Steingríms í Bíóinu). 
 
 Þó svo að Herdís hafi aldrei búið á Sigló eru taugarnar sterkar í fjörðinn og hún eins og margir aðrir ættaðir frá Sigló segir að hún sé Siglfirðingur. Fjölskyldan kemur hingað svona næstum því á hverju sumri til að virða fyrir sér bæinn (og að sjálfsögðu til þess að dást að öllu hérna).

Aðspurð um æskuminningu tengda Sigló hefur hún þetta að segja : "Ég man þegar Baddý frændi (Steingrímur Kristinsson) og Guðný frænka kona hans komu og sóttu mig suður. Mér fannst við vera endalaust á leiðinni norður enda bílveik með eindæmum. Þau eiga fyrsta húsið þegar komið er í gegnum strákagönginn á Hvanneyrarbraut 80 og þar eyddi ég mínu besta sumri, fyrir utan það þegar ég var látin borða gellur eitt kvöldið, það var hryllingur. En strax þar var ég farin að ganga fjöllin og fjöruna bakvið húsið hjá frænda til að safna grjóti, skeljum og allt það fallega sem náttúran hafði uppá að bjóða svo áhuginn minn fyrir steinum og náttúrunni vaknaði snemma enda þykir mér gríðalega vænt um alla gripina sem ég hef eignast fra Löllu ömmu minni".
 
Amma hennar hét Valborg Steingrímsdóttir og var búsett á Siglufirði. Hún var mikil listakona sem vann mest af sinni list úr náttúrlegum efnum, svo sem hrauni, grjóti, skeljum og fleiru sem nýttist frá náttúrunnar hendi. Valborg var alltaf kölluð Lalla og örugglega margir gamlir Siglfirðingar sem muna eftir henni.
 
Herdís hefur listagáfuna í beinan kvennlegg frá ömmu sinni og er sjálf mikið fyrir hönnun. Ég persónulega kannast aðeins við þessa fjölskyldu. Móðir Herdísar, hún Hulda er mikil sauma-prjóna og hannyrðakona. Ég hef nú fengið ófáar jóla-afmælis-og bara allskonar sauma og prjónagjafir frá henni mín uppvaxtarár. Ég man að einhvern tímann var ég látinn máta 7 peysur og örugglega 10 húfur ein jólin. Það var rosalegt. Það er líka svolítið gaman að segja frá því að ég fékk einu sinni, hvað eigum við segja einhverskonar eyrnaband (stundum var þetta kallað svitaband eða hárband). Það var alveg sjálflýsandi gullt. Núna cirka 25 árum síðar er þetta mjög mikið notað af eldri dóttur minn sem er 4 ára. 

 Nú er Herdís byrjuð að hanna vörur sem fengið hafa nafnið Lalla sem er í höfuðið og til heiðurs ömmu sinni. Hérna geti þið skoðað vörulínuna betur www.LALLA.is.
 
Og hérna er facebook síða. www.facebook.com/LALLAICELAND
 
 
Lalla
Valborg Steingrímsdóttir.
 
Lalla
 
Lalla

Athugasemdir

16.apríl 2021

Sk Sigló ehf.

580 Siglufjörður
Netfang: sksiglo(hjá)sksiglo.is
Fylgið okkur á Facebook eða Twitter

Póstlisti

Skráðu netfangið þitt á póstlistan okkur.

Ábendingar

Ertu með ábendingu fyrir síðuna eða góða frétt? Sendu okkur þá póst og við könnum málið.

Sendu póst