Siglufjarðarkirkja

Siglufjarðarkirkja Kirkja hefur verið á Siglufirði síðan árið 1614 en áður var aðalkirkjan á Siglunesi. Byrjað var að grafa fyrir steinsteypukirkjunni sem

Fréttir

Siglufjarðarkirkja

Siglufjarðarkirkja
Siglufjarðarkirkja

Kirkja hefur verið á Siglufirði síðan árið 1614 en áður var aðalkirkjan á Siglunesi. Byrjað var að grafa fyrir steinsteypukirkjunni sem nú stendur á Siglufirði í maí árið 1931 og hófst steypuvinna í júní sama ár. Arne Finsen arkitekt teiknaði kirkjuna og Sverrir Tynes var yfirsmiður. Jón Guðmundsson og Einar Jóhannsson byggingameistarar voru valdir til verksins. Kirkjan var vígð árið 1932 og kom fjöldi fólks frá Reykjavík til að vera viðstatt. Mikið húsrými er á kirkjuloftinu og var gagnfræðaskóli Siglufjarðar starfræktur þar um alllangan tíma. Safnaðarheimili var vígt á loftinu árið 1982.

Steint gler var sett í glugga kirkjunnar árið 1974 en þeir voru teiknaðir af Maríu Katzgrau en gerðir af Oidtmannsbræðrum í Þýskalandi. Kirkjubekkirnir voru smíðaðir af Ólafi Ágústsyni á Akureyri, altarið var smíðað af Jóni og Einari og voru þeir gjöf kirkjunnar frá þeim. Elsta altaristafla kirkjunnar er frá árinu 1726 (síðasta kvöldmáltíðin). Önnur er frá árinu 1903 en hún sýnir Krist í grasagarðinum og er eftir Arker Lund. Sú þriðja er með mynd af Kristi þar sem hann birtist sjómönnum í hafsnauð og er eftir Gunnlaug Blöndal. 

Kirkjan tekur um 400 manns í sæti, hún er um 35 metra löng og 12 metra breið. Turninn er um 30 metra hár og kirkjuklukkurnar sem þar eru voru gjöf frá Sparisjóði Siglufjarðar en stærri klukkan er talin vega um 900 kg. 


Athugasemdir

25.apríl 2024

Sk Sigló ehf.

580 Siglufjörður
Netfang: sksiglo(hjá)sksiglo.is
Fylgið okkur á Facebook eða Twitter

Póstlisti

Skráðu netfangið þitt á póstlistan okkur.

Ábendingar

Ertu með ábendingu fyrir síðuna eða góða frétt? Sendu okkur þá póst og við könnum málið.

Sendu póst