Sjóstangveiðimót, NÝTT ÍSLANDSMET ?

Sjóstangveiðimót, NÝTT ÍSLANDSMET ? Fjöldi manns safnaðist saman Kl. 15:00 og fagnaði komu sjóstangveiðimanna og kvenna í gær föstudaginn 24

Fréttir

Sjóstangveiðimót, NÝTT ÍSLANDSMET ?

Nýtt Íslandsmet ? (Guðmundur Skarphéðinsson)
Nýtt Íslandsmet ? (Guðmundur Skarphéðinsson)

Fjöldi manns safnaðist saman Kl. 15:00 og fagnaði komu sjóstangveiðimanna og kvenna í gær föstudaginn 24 júlí.

Allir bátar komu í land samtímis og var mikið líf og fjör við löndun í smábátahöfninni. Um 40 keppendur, skipstjórar og hásetar ásamt starfsmönnum frá fiskimarkaðnum hjálpuðust að við að landa afla dagsins. 

Það gekk hratt og vel fyrir sig og fóru svo menn að bera saman stærðir, þyngd, tegundafjölda og margt fleira sem gefur stig í þessari keppni, en að sjálfsögðu er ekkert klárt enn, því nýr veiðidagur er á morgun laugardag 25 júlí. Allir bátar koma að landi kl. 15:00.

Fréttaritari hitti þarna stjórn Sjóstangveiðifélagsins og voru þeir ánægðir með daginn og töldu ekki ólíklegt að risa þorskur sem Guðmundur Skarphéðinsson veiddi í dag gæti mögulega slegið Íslandsmet sem sett var hér á Sigló í fyrrasumar en sá fiskur var 26 kg.

Hér koma svo nokkrar skemmtilegar myndir frá þessari löndun.

Fjöldi manns kom og fagnaði heimkomu sjóstangveiðimanna og kvenna.

Smá pása eftir löndun, keppendur og háseti hvíla sig.

Blandaður afli, mikið af eldrauðum þaraþorski.

The Fishermans Fan Club voru mættar á bryggjuna.

Málin rædda að keppni lokinni. Sástu þennan sem ég missti ? Nei, minn var nú stærri..........

Hettumávarnir steypa sér í fiskikerin um leið og litið er af þeim.

Stjórn Sjóstangveiðifélagsins. Óli, Hörður og Ólafur fylgjast með öllu á bryggjunni. 

Stoltur veiðimaður með Stór-þorskinn sinn.


Myndir og texti:
Jón Ólafur Björgvinsson
Fréttasími: 842 - 0089 
 


Athugasemdir

23.apríl 2024

Sk Sigló ehf.

580 Siglufjörður
Netfang: sksiglo(hjá)sksiglo.is
Fylgið okkur á Facebook eða Twitter

Póstlisti

Skráðu netfangið þitt á póstlistan okkur.

Ábendingar

Ertu með ábendingu fyrir síðuna eða góða frétt? Sendu okkur þá póst og við könnum málið.

Sendu póst