Snjóbrettahátíđin Snákurinn á Siglufirđi

Snjóbrettahátíđin Snákurinn á Siglufirđi Núna um helgina er snjóbrettahátíđin Snákurinn haldin í annađ sinn á Siglufirđi.

Fréttir

Snjóbrettahátíđin Snákurinn á Siglufirđi

Núna um helgina er snjóbrettahátíðin Snákurinn haldin í annað sinn á Siglufirði.

Hátíðin er samstarfsverkefni sem Brettafélag Íslands,  GoPro Iceland, Nikita Reykjavik, Noland Rvk, Brim Reykjavik, Mohawks, Mountain Dew, Vodafone IS, Fjallakofinn, EPIC Verslun, Xið Níu Sjösjö og fleiri standa að.

Í gærkvöldi ( föstudagskvöld ) var svo kölluð "Jibb session", sem er innanbæjar snjóbrettakeppni, þar sem keppt er á handriðum o.fl.  Hér eru krakkar á vegum útvaprsstöðvarinnar X 97.7 í hópferð, auk stjórnenda hátíðarinnar, tæknimanna o.fl.

Í dag, laugardag um kl. 13, er "Slopestyle" keppni á Skíðasvæðinu í Skarðsdal, þar er keppt á stökkpöllum og handriðum sem komið hefur verið upp í fjallinu fyrir þessa hátíð.  Pylsupartí, tónlist og skemmtilegheit.  Um kvöldið spilar og syngur MC Gauti á Allanum.

Á morgun, sunnudag, verður svo "Old school boardercross" hraðakeppni, þar sem fjórir keppa í einu, sá fljótasti vinnur.

Þetta er ungt fólk frá Akureyri, Reykjavík, Siglufirði og víðar sem er hér saman komið til að njóta þess að vera á Siglufirði í vetrarblíðunni.

Mótshaldarar eru mjög ánægðir með móttökurnar hér á Siglufirði og vonast til að þetta geti verið árlegur viðburður.  Gunni Júl lánaði vélar til að græja keppnisaðstöðuna, Rauðka lánar hljómtæki, bærinn lánar aðstöðu, Allinn heldur partý, Gistiheimilið Hvanneyri gefur hópafslátt enda allt fullt þar, auk þess sem allnokkrir gista á vegum Valló, og hjá vinum og kunningjum í bænum.  Ætla má að um 100 gestir séu á Siglufirði núna í tengslum við þessa hátíð.

Auk þess er Snjóbrettafélag Akureyrar væntanlegt í bæinn um helgina, þannig að þetta er heilmikil hátíð.

Hér er tvímælalaust á ferðinni skemmtilegt krydd í vetrar-uppákomur framtíðarinnar á Siglufirði.

Fréttamaður leit við í gærkvöldi og tók nokkrar myndir af þessum bráðhressu ungmennum sem voru mætt til keppni, í viðurvist margra áhorfenda, við Síldarminjasafnið á Siglufirði.

Svo minnum við ykkur kæru lesendur á að gera "like" á okkur á Facebook, það hjálpar okkur að fjölga nýjum lesendum.

 

Myndir og texti: GSH


Athugasemdir

25.apríl 2024

Sk Sigló ehf.

580 Siglufjörđur
Netfang: sksiglo(hjá)sksiglo.is
Fylgiđ okkur á Facebook eđa Twitter

Póstlisti

Skráðu netfangið þitt á póstlistan okkur.

Ábendingar

Ertu með ábendingu fyrir síðuna eða góða frétt? Sendu okkur þá póst og við könnum málið.

Sendu póst