Stækkun Síldarminjasafns Íslands á Siglufirði

Stækkun Síldarminjasafns Íslands á Siglufirði Í nóvember unnu starfsmenn Bergs og JE-vélaverkstæðis að því að flytja mikla vélasamstæðu milli gamalla

Fréttir

Stækkun Síldarminjasafns Íslands á Siglufirði

Hluti vélasamstæðunnar í húsi Ásgeirs Péturssonar.
Hluti vélasamstæðunnar í húsi Ásgeirs Péturssonar.

Í nóvember unnu starfsmenn Bergs  og JE-vélaverkstæðis að því að flytja mikla vélasamstæðu milli gamalla frystihúsa hér í bænum.  Ætlunin er að opna nýja sýningu á þessum gömlu frystivélum í sumarbyrjun 2013.  Þá verða sýningarhús safnsins orðin fimm að tölu.

Nokkrar myndir sem Anita og Örlygur, starfsmenn Síldarminjasafnsins, tóku fylgja hér á eftir.

Nánari fréttir af þessu máli má finna á heimasíðu Síldarminjasafnsins:  http://www.sild.is

Samstæðan í frystihúsi Ásgeirs Péturssonar - starfsmenn JE-vélaverkstæðis losa um síðustu vélarnar.

Opna þurfti þakið til að koma vélunum út úr húsinu.

Ingvar Steinarsson og Skúli Jónsson, starfsmenn Berg.

Guðni Sigtryggsson, Ingvar Steinarsson, Jón Hólm, Skúli Jónsson og Hjörtur Þorsteinsson.

Hjólinu komið á sinn stað.

Hluti samstæðunnar látinn síga niður í Frystihúsið.

Frystihúsið - nýjasta sýningarhús Síldarminjasafnsins.


Athugasemdir

16.apríl 2021

Sk Sigló ehf.

580 Siglufjörður
Netfang: sksiglo(hjá)sksiglo.is
Fylgið okkur á Facebook eða Twitter

Póstlisti

Skráðu netfangið þitt á póstlistan okkur.

Ábendingar

Ertu með ábendingu fyrir síðuna eða góða frétt? Sendu okkur þá póst og við könnum málið.

Sendu póst