Stúlkurnar í Rauða krossinum á Ólafsfirði

Stúlkurnar í Rauða krossinum á Ólafsfirði Ég kíkkaði á stúlkurnar í Rauða krossinum á Ólafsfirði í síðustu viku. Það var engin lognmolla sem tók á móti

Fréttir

Stúlkurnar í Rauða krossinum á Ólafsfirði

Ég kíkkaði á stúlkurnar í Rauða krossinum á Ólafsfirði í síðustu viku.
 
Það var engin lognmolla sem tók á móti mér þar. Fullt af hressum stúlkum sem voru hver annarri skemmtilegri.
 
Þegar ég kom þarna voru þær að prjóna, hekla, sauma og allskonar ljómandi fínt. Meðal annars eru þær að gera barnateppi úr Héðinsfjarðartreflinum góða.
 
Stúlkurnar spjölluðu um hreinlega allt á milli himins og jarðar og fyrir blaðamann með athyglisbrezt er alls ekki auðvelt að ná öllu því sem 10 konur tala um og þá meina ég að þær töluðu allar í einu. Sumar töluðu borðsenda á milli um eitthvað tiltekið málefni, ein skaut einhverju inn í samtalið sem var á hinum enda borðsins en þær virtust allar ná því sem allar hinar voru að tala um jafnvel þó þær væru að tala um einhvern allt annan hlut við einhverja aðra. Ég veit, þetta er flókið. En svona var þetta bara og á tímabili sat ég bara og hlustaði á þetta ótrúlega samtal þeirra á milli. Þær komu inn og út úr samtölum bara hviss, bamm, búmm. Bara ekkert mál.
 
En allavega var gaman að sjá hvað þær voru að gera og virkilega hressandi og skemmtilegt að hitta dömurnar. 
 
En Rauða kross dömurnar taka á móti fatnaði auk þess sem þær prjóna og sauma. Fata-söfnunar gámurinn stendur við Pálsbergsgötu 1, við hliðina á Kristbjörgu netagerð. Fyrir þá sem þekkja ekki göturnar á Ólafsfiriði er þetta gatan sem er næst smábátahöfninni.
 
Frá áramótum eru stúlkurnar búnar að senda nálægt því 500 pakka af fatnaði fyrir ungabörn og börn til 12 ára aldurs til Hvíta-Rússlands.
Mikið er endurnýtt en svo gera handavinnukonurnar í Rauða krossinum kraftaverk með því að nýta Héðinsfjarðartrefilinn góða og prjóna vettlinga ,sokka og húfur eins og enginn sé morgundagurinn.
 
Einnig hafa stúlkurnar sent 6 eurobretti sem er 1x1x1 metrar, af pokum með fötum sem fara í flokkun suður. Það stendur til að fá annan gám svo þeir verði 2 gámarnir. Kannski einn í hvorum bæjarhluta.
Stúlkurnar hittast 1 sinni í viku í 2 tíma í senn(á fimmtudagsmorgnum). Þá er að sjálfsögðu drukkið kaffi og mikið spjallað eins og fyrr sagði. Stúlkurnar vilja taka það fram að karlmenn eru alveg innilega velkomnir líka. 
 
Glæsilegt og óeigingjarnt starf sem Rauði krossinn vinnur
 
Og að sjálfsögðu tók ég myndir af skvísunum.
 
rauði krossinnHér eru hluti af stúlkunum.
 
rauði krossinnHér eru þær líklega að ræða um það hvort eigi að nota þennan lopa eða hinn. Og hinar eru líklega allar að kalla fram í.
 
rauði krossinnSumir stóðu upp þegar þeir þurftu að leggja áherslu á orð sín.
 
rauði krossinnÞetta er náttúrlega algjör lúxus. Stúlkurnar fá alltaf hellt í bollan fyrir sig. Alltaf.
 
rauði krossinn
 
rauði krossinnHér sést eitt teppið sem búið er að gera úr Héðinsfjarðartreflinum góða.
 
rauði krossinnSvona er fötunum pakkað.
 
rauði krossinnHér eru ný föt.
 
rauði krossinnÞær eru eins og prjónavélar stúlkurnar. Þetta hrúgast bara upp hjá þeim.
 
rauði krossinnHér eru þær Ninna og Alla. En þær sjá um að hella upp á kaffi og halda röð og reglu á öllu þarna. Semsagt umsjónarkonur.
 
rauði krossinnGuffa er alltaf eldhress og alveg sérstaklega óhrædd við að láta mann heyra það. Sem er mjög gott, því það er alltaf skemmtilegt þegar hún lætur mann heyra það.
 
rauði krossinnHér er svo eitt skrautlegt teppi úr Héðinsfjarðartreflinum sem er að fara til Hvíta Rússlands.
 
 
 

Athugasemdir

25.apríl 2024

Sk Sigló ehf.

580 Siglufjörður
Netfang: sksiglo(hjá)sksiglo.is
Fylgið okkur á Facebook eða Twitter

Póstlisti

Skráðu netfangið þitt á póstlistan okkur.

Ábendingar

Ertu með ábendingu fyrir síðuna eða góða frétt? Sendu okkur þá póst og við könnum málið.

Sendu póst