Theódór Júlíusson útnefndur heiđurslistamađur Kópavogs

Theódór Júlíusson útnefndur heiđurslistamađur Kópavogs Theódór Júlíusson Siglfirđingur og leikari var útnefndur heiđurslistamađur Kópavogs 11. mai sl.

Fréttir

Theódór Júlíusson útnefndur heiđurslistamađur Kópavogs

Theódór & Guđrún
Theódór & Guđrún

Theódór Júlíusson Siglfirðingur og leikari var útnefndur heiðurslistamaður Kópavogs 11. mai sl.

Theódór Júlíusson (Svava Baldvinsdóttir & Júlíus Júlíusson) er fæddur 21. ágúst árið 1949 á Siglufirði, Konan hans Guðrún Stefánsdóttir (Hulda Stefánsdóttir & Stefán Guðmundsson) er einnig frá Siglufirði og eiga þau fjórar dætur og sjö barnabörn.

Theódór er með Diploma í leiklist frá The Drama Studio London. Hann hefur m.a. starfað hjá Leikfélagi Akureyrar og í Borgarleikhúsinu og leikið þar fjölda hlutverka.

Theódór hefur þrisvar verið tilnefndur til Grímuverðlauna fyrir hlutverk sín í Puntilla og Matta, Söngleiknum Ást og Fjölskyldunni.

Hann hefur leikið í ótal leikritum bæði í útvarpi og sjónvarpi sem og kvikmyndum eins og Englum alheimsinsHafinuIkingútMýrinniSveitabrúðkaupiReykjavík-Rotterdam og Eldfjalli, en fyrir hlutverk sitt þar hlaut hann verðlaun sem besti leikarinn á kvikmyndahátíðinni Eurasia í Kazakstan og á kvikmyndahátíðinni í Sao Paulo. 

Siglo.is óskar Theódóri innilega til hamingju með útnefninguna

heimildir fengnar hér


Athugasemdir

18.júlí 2019

Sk Sigló ehf.

580 Siglufjörđur
Netfang: sksiglo(hjá)sksiglo.is
Fylgiđ okkur á Facebook eđa Twitter

Póstlisti

Skráðu netfangið þitt á póstlistan okkur.

Ábendingar

Ertu með ábendingu fyrir síðuna eða góða frétt? Sendu okkur þá póst og við könnum málið.

Sendu póst