Tvær þjóðir í einu landi ?

Tvær þjóðir í einu landi ? Fyrir mér er það augljós staðreynd að það búa tvær þjóðir á Íslandi í dag, önnur þjóðin býr á suðvestur horninu og hin þjóðin

Fréttir

Tvær þjóðir í einu landi ?

Mynd frá Byggðarstofnun
Mynd frá Byggðarstofnun

Fyrir mér er það augljós staðreynd að það búa tvær þjóðir á Íslandi í dag, önnur þjóðin býr á suðvestur horninu og hin þjóðin býr vítt og breytt í fjörðum og sveitum landsins.

Þessar tvær þjóðir virðast eiga minna og minna sameiginlegt með hverju árinu sem líður og verður þetta meira og meira augljóst í þeirri daglegu umræðu sem ég hef við vini og vandamenn út um allt land.

Titill greinarinnar kemur úr minni sterku upplifun af lestri greina á netinu og tíðum heimsóknum mínum til Íslands undanfarin ár. Það getur vel verið að þessar hugsanir séu svolítið „litaðar“ af þeim gleraugum sem ég hef sem „innfæddur útlendingur“ eftir margra ára búsetu erlendis. En ég er fæddur og uppalinn í minni fögru Fjallabyggð og get einfaldlega ekki hætt að vera Siglfirðingur, það er bara ekki hægt.

Bara það að orðið „Landsbyggðarpóliktík“ sé til og mikið notað í dag sannar að það sé þörf fyrir tvennskonar pólitík í þessu annars litla landi.
Ein pólítík sem er notuð fyrir sunnan og oft kölluð landspótlitik þó svo að hún gagnist aðallega þeim sem búa á suðvestur horninu.

Snýst mest um þenslumálefni eins og t.d. klikkað húsnæðisverð og gallaðan húsaleigumarknað, umferðaröngþveyti, túristavandræði og græðgi með því brjálæsilegasta verðlagi sem ég hef nokkur tímann séð á öllum mínum ferðum um heiminn.

Þarna er „Alþingi allra landsmanna“ staðsett sem og ýmislegt annað sem heitir LANDS-....og Ríkis....? .......hitt og þetta sem á að þjóna öllum landsmönnum. Eða hvað ?
Í nýlegri skoðanakönnum varðandi framtíðaáætlanir Landsspítalans kom í ljós að „þjóðin“ sem greinilega býr bara í Reykjavík samkvæmt úrvalinu í þessari skoðanakönnun sagði sitt og hin þjóðin var ekki spurð, það var ekki áhugavert.

Þessi pistill fjallar líka um merkilegt fyrirbæri sem oft fylgir bættum samgöngum út á landsbyggðinni eins og draugur, en það er þegar „HAGRÆÐINGAR-hálfvitarnir“ sem byrja að lofa okkur umbótum, ódýrari og betri þjónustu með því að slá saman hinu og þessu, vegna þess að nú er allt í einu orðið svo stutt á milli staða.
Þeir eru stórhættulegir og vel menntaðir, oftast klárir karlar, ekki fæddir úti á landi og hafa aðallega séð heiminn í gegnum Google-Earth og vita þar fyrir utan allt betur en við, vanþakklátta landsbyggðarpakkið.

Hingað til hef ég ekki séð neitt að þessum hagræðingum og einkavæðingum gefa landsbyggðinni ódýrari og betri þjónustu.
Hún hefur bara horfið úr byggðarlaginu eins og draugur sem hverfur við sólarupprás daginn eftir að „nýju göngin/brúin/vegurinn“ var formlega opnað með von um betri framtíð og lífsskilyrði.

Í pistli sem ég skrifaði í fyrra kem ég inná skattalegt óréttlæti varðandi samanburð á ríkisþjónustu við fólk á landsbyggðinni sem borgar nákvæmlega sömu skatta og almenningur í Reykjavík og nágrenni.  
Í grein sem ber þessa hræðilegu fyrirsögn:

„GUÐ er fífl..... og hann býr greinilega í Reykjavík.

Þeir sem nenna að lesa þessa grein fá málefnalega útskýringu á þessu titli og innihaldið verður ekki rakið hér.

Stundum verða svona hagræðingarmál stórt landsbyggðarpólitískt vandamál, spurning um „LÍF og DAUÐA“ eins og sjúkrabílamál Ólafsfirðinga. 

Svona vandamál eru ekki til hjá suðvestsurhorns þjóðinni. Íbúar þar sýna svona málum lítinn sem engan áhuga og spyrja eins og Álfur út úr Hól.....hvað er málið, það er sjúkrabíll á Siglufirði og á Dalvík.....þetta er örstutt eða hvað ????

Þegar ég heyri svona vitleysu, þá hugsa ég eitt og annan en segi það ekki, vill ekki særa ókunnáttu þessa fólks um náttúrulegar aðstæður á þessum „STUTTA“ vegakafla.

Nei....ég sný þessu við og spyr ? Þú býrð í Reykjavík og barnið þitt veikist alvarlega um miðjan vetur og þegar þú hringir í sjúkrabílinn þá veistu fyrir fram að hann á eftir að koma frá Hveragerði yfir Hellisheiðina.....ef að það er fært.

Hvernig líst þér á þessa þjónustu ?

Þessir hagræðingarhálfvitar afsaka sig stundum með að þykjast halda „Kynningarfundi og málþing“ en þeir bæjarbúar sem koma á þessa fundi upplifa ekki að þeir séu spurðir álits eða að hagræðingarfræðingarnir hafi með sér og kynni tillögu A, B och C.

Nei þetta eru „TILLKYNNINGARFUNDIR“

Fulltrúar hinnar virðulegu Ríkisstofnunar sem voru sendir að sunnan segja bæjarbúum að hvaða niðurstöðu þeir hafa komist að og hvað sé best fyrir íbúa byggðarlagsins.

Er þetta lýðræði ?

Eru þessir ríkisstarfsmenn að vinna í þágu allmennings ?

Er þeirra eina markmið að spara og láta hlutina passa inní ríkisfjárlög ?

Það er lýðræði að sum þjónusta sem snýst um líf og dauða verður vegna náttúrulegra aðstæðna að fá að kosta meira sumstaðar......annað er ekki hægt.

Það er augljóst að í næstu bæjarstórnarkosningum verður þú kjósandi góður að velja manneskju sem ekki bara talar um í bæjarstjórnar málefni  heldur líka einhvern sem er boðinn og búinn að verja þig og þína hagsmuni fram í rauðan dauðan í „LANDSBYGGÐARPÓLÍTÍKINNI“ sem er greinilega til sérstaklega fyrir þig og þín lífskiliði og framtíð úti á landi.

Hin þjóðinn mun ekki verja þig......þú getur gleymt því.

Lifið heil og gleðilega páska.
Jón Ólafur Björgvinsson
(Nonni Björgvins)

Aðrar greinar um Landsbyggðarmálefni.

Guð er FÍFL........og hann býr greinilega í Reykjavík

Skortur á frjálsum óháðum fjölmiðlum á landsbyggðinni er stórhættulegt lýðræðisvandamál !


Athugasemdir

29.mars 2024

Sk Sigló ehf.

580 Siglufjörður
Netfang: sksiglo(hjá)sksiglo.is
Fylgið okkur á Facebook eða Twitter

Póstlisti

Skráðu netfangið þitt á póstlistan okkur.

Ábendingar

Ertu með ábendingu fyrir síðuna eða góða frétt? Sendu okkur þá póst og við könnum málið.

Sendu póst