Vanir menn og Ţuríđur Sigurđardóttir

Vanir menn og Ţuríđur Sigurđardóttir Ţuríđur Sigurđardóttir og hin alsiglfirska hljómsveit “Vanir menn” héldu tónleika í Salnum í Kópavogi

Fréttir

Vanir menn og Ţuríđur Sigurđardóttir

Hljómsveitin og söngvarar.
Hljómsveitin og söngvarar.

Ţuríđur Sigurđardóttir og hin alsiglfirska hljómsveit “Vanir menn” héldu tónleika í Salnum í Kópavogi miđvikudagskvöld 15. júní. Uppselt var á ţá og langur biđlisti eftir miđum ađ sögn forstöđumanns hússins.


Upphaflega var hugmyndin sú ađ halda ađeins eina tónleika í Bátahúsinu á Siglufirđi s.l. páska og blanda ţar saman uppáhaldslögunum hennar Ţuríđar og nokkrum velţekktum siglfirskum slögurum. Uppselt var í Bátahúsiđ og í kjölfariđ bárust nokkrar fyrirspurnir frá ýmsum ađilum víđa um land. Tónleikarnir voru ţá endurteknir međ nokkuđ breyttu sniđi á Grćna Hattinum Akureyri og nú í Salnum eins og fyrr segir.

Jóhann Vilhjálmsson sonur stórsöngvarans Vilhjálms Vilhjálmssonar, var sérstakur gestur kvöldsins, en ţau Vilhjálmur og Ţuríđur sungu mikiđ saman á Röđli velmektarárum ţess vilsćla stađar. Jóhann söng lagiđ “Minningar” ásamt Ţuríđi, en síđan "Lítill drengur" sem fađir hans söng til hans fyrir hartnćr fjórum áratugum.

 

Viđtökurnar sem hann fékk voru hreint út sagt frábćrar, hver einasti mađur í salnum reis úr sćti sínu, ţađ var klappađ og stappađ bćđi vel og lengi og ţó nokkur tími leiđ ţar hćgt var ađ byrja á nćsta lagi. Poppfrćđingurinn Jónatan Garđarsson hafđi um hann ţau orđ ađ ţarna vćri á ferđinni vel falinn og óslípađur demantur.

 

Eins og viđ er ađ búast hefur veriđ ákveđiđ ađ endurtaka tónleikana í Salnum og verđa ţeir nćstu ţ. 29. sept. nk. Frekari upplýsingar er ađ finna á salurinn.is 


Jóhann Vilhjálmsson.
 


Ţuríđur Sigurđardóttir.
 

 

Magnús Guđbrandsson, Birgir Ingimarsson og Léó Ólafsson.


Texti og myndir: Ađsent.

 

 

 

 


Athugasemdir

13.júlí 2020

Sk Sigló ehf.

580 Siglufjörđur
Netfang: sksiglo(hjá)sksiglo.is
Fylgiđ okkur á Facebook eđa Twitter

Póstlisti

Skráðu netfangið þitt á póstlistan okkur.

Ábendingar

Ertu með ábendingu fyrir síðuna eða góða frétt? Sendu okkur þá póst og við könnum málið.

Sendu póst