Vinna á Pæjumóti Sparisjóðsins og Rauðku 2014

Vinna á Pæjumóti Sparisjóðsins og Rauðku 2014 Nú styttist í Pæjumótið okkar og undirbúningsvinnan er í fullum gangi. Umfang mótsins er svipað og

Fréttir

Vinna á Pæjumóti Sparisjóðsins og Rauðku 2014

Nú styttist í Pæjumótið okkar og undirbúningsvinnan er í fullum gangi. Umfang mótsins er svipað og undanfarin ár og þarf félagið á allri aðstoð við framkvæmd mótsins. Sjálfboðaliðavinna er lykillinn að góðri framkvæmd mótsins og óskar félagið eftir aðstoð frá öllum þeim sem geta.
Mótsgjaldið á mótið í ár er 10.500.- en iðkendur KF þurfa að greiða 5.500.- gegn því að foreldri/ aðstandandi vinni tvær vaktir á mótinu. Vinnan tengist mötuneyti, sjoppu eða dómgæslu. Jafnframt geta foreldrar iðkenda sem ekki taka þátt í mótinu fengið niðurgreidd haustæfingagjöld fyrir sömu upphæð fyrir tvær vaktir.

Vaktir í mötuneyti:
Föstudagur
Morgunmatur á Rauðku kl. 7-10
Hádegismatur á Hóli kl. 11-14
Kvöldmatur á Rauðku kl. 17:30-20:30
Laugardagur
Morgunmatur á Rauðku kl. 7-10
Hádegismatur á Hóli kl. 11-14
Kvöldmatur á Rauðku kl. 17:30-20:30
Sunnudagur
Morgunmatur á Rauðku kl. 7-10

Vaktir í sjoppu:
Föstudagur kl. 9-12, kl. 12-15 og kl. 15-18
Laugardagur kl. 9-12, kl. 12-15 og kl. 15-18
Sunnudagur kl. 9-12 og kl. 12-15 

Dómgæsla:
Föstudagur kl. 9-12, kl. 12-15 og kl. 15-18

Hægt er að hafa samband við Dagný (dagny@fjallabyggd.is eða 861-7164) vegna sjoppuvakta, Möggu Kristins (margretk@sps.is eða 822-8522) vegna mötuneytisvakta, Jón Árna (844-8263) vegna dómaravakta eða Óskar (kf@kfbolti.is eða 898-7093) vegna annarra verka. Æskilegt er að viðkomandi setji sig í samband við okkur í síðasta lagi þriðjudaginn 05.ágúst.

Kv. Pæjumótsnefnd


Athugasemdir

27.apríl 2024

Sk Sigló ehf.

580 Siglufjörður
Netfang: sksiglo(hjá)sksiglo.is
Fylgið okkur á Facebook eða Twitter

Póstlisti

Skráðu netfangið þitt á póstlistan okkur.

Ábendingar

Ertu með ábendingu fyrir síðuna eða góða frétt? Sendu okkur þá póst og við könnum málið.

Sendu póst