Vinnustofa Fríðu

Vinnustofa Fríðu Ég kom við hjá Fríðu Björk Gylfadóttur fyrir stuttu síðan á Vinnustofu Fríðu sem staðsett er á Túngötu 40A.

Fréttir

Vinnustofa Fríðu

Ég kom við hjá Fríðu Björk Gylfadóttur fyrir stuttu síðan á Vinnustofu Fríðu sem staðsett er á Túngötu 40A.
fríðaÞetta verk sýnir eitt af mörgum verkum Fríðu sem fjalla um fjölskyldutengsl og samsettningar fjölskyldna.
Mér finnst eiginlega synd að hafa ekki komið við hjá henni miklu fyrr. Listin sem Fríða framleiðir þarna er alveg meiriháttar og virkilega skemmtileg. Hvort sem það eru stólar, hurðir, borð, myndir eða það sem henni dettur í hug, hvort sem hún nýtir fjörunna eða jafnvel það sem aðrir henda. Að koma inn á baðherbergið í vinnustofunni er alveg hreint magnað. Andrésar Andar blöð upp um alla veggi sem kemur alveg meiriháttar skemmtilega út. Ég mæli með því að ef þið komið við hjá Fríðu á Vinnustofu Fríðu að þið biðjið vinsamlegast um að fá að skoða salernið hjá henni.
fríðaBaðherbergið er allt þakið Andrésar Andar blöðum. 
Fríða stóð meðal annars fyrir listagjörningnum með prjónaða treflinum fræga sem tengdi Siglufjörð og Ólafsfjörð saman þegar Héðinsfjarðargöng voru opnuð á sínum tíma. Trefillinn var meira en 11.5 kílómetrar að lengd sem er nú alveg nokkuð gott. Þegar treflatengingunni á milli bæja var lokið var trefillinn bútaður niður í hæfilegar treflalengdir. Alls verða framleiddir 1001 treflar úr lengjunni og þegar er búið að selja þónokkuð magn úr Héðinsfjarðartreflinum. Allur ágóði treflasölunnar rennur til góðgerðarfélagsins Umhyggju. Umhyggja er félag til styrktar langveikum börnum og fjölskyldum þeirra. 
fríðaHér sjást treflar sem eru seldir gegn hóflegu gjaldi og ágóðinn rennur í mjög svo gott málefni. Trefillinn kostar 2000 kr.
Hér geti þið farið inn á heimsíðu Umhyggju. www.umhyggja.is.
3 listaverk úr treflinu verða í glerkassa. Eitt verður til sýnis á bæjarskrifstofu Fjallabyggðar og hin tvö í sitthvoru skólahúsinu í eigu Grunnskóla Fjallabyggðar.
Nógur afgangur er eftir af treflinum þó það verði teknir 1001 trefill út úr honum, enda var hann yfir 11,5 kílómetrar og vill Fríða bjóða fólki að koma og ná sér í efni ef það vill nýta efnið og vinna úr því.
fríðaHér stendur Fríða við smá bút úr Héðinsfjarðartreflinum.
Önnur listaverk fönguðu huga minn hjá henni en það eru verk sem hún gerði í kring um fjármálahrunið sem varð á íslandi 2008. Þar eru finnst mér sterkar pælingar og skemmtileg verk að finna.
Að sjálfsögðu tók ég fullt af myndum sem þið getið séð og takið eftir Kreppu-listaverkunum sem eru fyrstu myndir hér fyrir neðan.
fríðaÞetta er eitt af Kreppu listaverkunum sem Fríða gerði. Þetta á að tákna bleika skýið sem margir svifu á á árunum fyrir hrun.
fríðaHér sjást flugvélar á kafi í skýjum sem á að tákna allar þær utanlandsferðir sem Íslendingar fóru í á árunum fyrir hrun og fólk þurfti að leggja af í kreppunni. Einnig táknar þetta einkaflugvélaflota nýríkra Íslendinga.
fríðaÞetta verk finnst mér ögn óhugnarlegt verk. Þetta sýnir líðan fjölskyldna í landinu í hruninu og áhrif á fjölskyldu og börn við hrunið.
fríðaSvart bílalánaský. Þetta verk finnst mér sýna vel svarta bílalánaskýið sem vofði yfir, og gerir sjálfsagt að hluta til enn yfir þeim sem tóku bílalán fyrir hrun.
fríðaGlæsilegt málverka af hesti sem er í eigu Fríðu. En þess má geta að Fríða hefur mikinn áhuga á hestum eins og reyndar öll fjölskylda hennar held ég.
fríðaAnnað málverk af hesti sem Fríða gerði.
fríðaÞessa stóla kallar Fríða afa og ömmu.
fríðaSetan á þessum stól er gerður úr Héðinsfjarðartreflinum. 
fríðaSeturnar á þessum stólum eru einnig gerðar úr Héðinsfjarðartreflinum. Það er alveg ótrúlega gott að sitja á þessum stólum.
fríðaFleiri listaverk úr Héðinsfjarðartreflinum. Púðar sem eru festir á hurð eru unnir úr treflinum. Hurðirnar og pælingarnar sem tengjast þeim eru einnig mjög flottar.
fríðaÞessi stól fannst mér alveg hrikalega flottur.
fríðaBorð sem Fríða gerði úr vörubrettum. Lengs til vinstri sést líka sjónvarpsborð sem gert er úr vörubretti.
fríðaStólarnir eru alveg magnaðir.
fríðaÞessi mynd er af mynd og steppskóm eða dansskóm sem Fríða notaði fyrir nokkrum árum. En Fríða var mikið í dansi. Fríða er fremst og neðst á myndinni.
fríðaMálverk eftir Fríðu.

Athugasemdir

01.ágúst 2025

Sk Sigló ehf.

580 Siglufjörður
Netfang: sksiglo(hjá)sksiglo.is
Fylgið okkur á Facebook eða Twitter

Póstlisti

Skráðu netfangið þitt á póstlistan okkur.

Ábendingar

Ertu með ábendingu fyrir síðuna eða góða frétt? Sendu okkur þá póst og við könnum málið.

Sendu póst