"Bæjarstjórn Fjallabyggðar fetar í fótspor Pútíns"

"Bæjarstjórn Fjallabyggðar fetar í fótspor Pútíns" "Þrælsótti hjá bæjarstjórninni" segir Valgeir, 22 fermetra fáni sem "ekki talar, eða veldur ónæði"

Fréttir

"Bæjarstjórn Fjallabyggðar fetar í fótspor Pútíns"

Valgeir T. Sigurðsson
Valgeir T. Sigurðsson

"Þrælsótti hjá bæjarstjórninni" segir Valgeir,  22 fermetra fáni sem "ekki talar, eða veldur ónæði" vekur vanþóknun bæjarstjórnar.  Valgeir íhugar að leigja út pláss á fánastönginni.  Hann er alls ekki sáttur við að fá Steingrím J aftur inn á þing, "enough is enough" segir Valgeir.

Sjá eldri frétt af fánanum hér.

Gefum Valgeiri orðið:

"Mér finnst tími til kominn að einhver standi upp og segi eitthvað, en það halda allir kjafti á meðan heimilunum er að blæða út, 10.000 manns eiga ekki fyrir mat.  Það er ekkert gert fyrir fólkið á meðan fyrirtækin fá allt afskrifað."

"Ég er ekki í pólitískum samtökum en ég er mikið á móti þessu óréttlæti sem viðgengst."

"Hér fyrir mörgum árum þegar rækjuvinnslan losaði 12.000 tonn af úrgangi hérna í höfnina, stóð ég fyrir mótmælum með undirskriftalista, og mótmælum í blöðum og útvarpi.  Það varð til þess að það var farið að hugsa um hvað hægt væri að gera.  Árangurinn er t.d. Primex sem er að vinna afurðir úr rækjuskel, og nú fer að koma lyfjaverksmiðja hér líka sem vinnur úr rækjuskel.  Ég er nú bara upphafsmaðurinn að þessu.  Ég mátti á þeim tíma þola ef ég fór á skemmtistað að það var skvett úr glösum og hrækt á mig, og kallaður alls kyns ónefnum, og að ég væri að eyðileggja hérna atvinnuna og fleira og fleira."  

"Ég mótmælti líka á sínum tíma mengun frá bræðslunni hérna sem varð til þess að þeir settu 700 milljónir í nýjar græjur til að minnka óþverran sem var blásið hérna yfir okkur."  

"Það er mikið hringt í mig til að lýsa ánægju með þetta uppátæki, bæði frá almennum borgurum og framámönnum."

"Ég var með annan fána áður, "ESB nei nei nei", sá fáni fauk í óveðri, en fannst aftur og nú er verið að gera við hann."

"Ég hafði hugsað mér að setja hér upp ölgerð, en móttakan hjá bænum er þannig að ég er búinn að missa áhugann á að gera nokkuð hérna í þessu bæjarfélagi."

"Ég hef verið að vinna upp markað fyrir Black Death bjórinn, með aðstoð Vífilfells og Viking á Akureyri og ætlaði að setja upp ölgerð hér á Siglufirði, en ég má ekki einu sinni setja merki á húsið, sem er alveg upplagt fyrir ölgerð.  Maður er ekki að fá hvatningu hér, allra síst frá bæjarstjórninni.  Þetta sama á við um fleiri athafnamenn sem pumpa pengingum inn í bæjarfélagið, þeir fá ekki leyfi bæjarstjórnar til að gera góða hluti.  Á meðan fá landlausir menn að vera með rollubúskap hér í bænum !! "  

"Mér finnst að ég ætti að fá viðurkenningu fyrir að þora að segja hvað mér finnst í stað þess að hvísla það bak við ruslatunnur."

"Bæjarstjórnin ætti að tala um eitthvað sem gerir eina krónu að tveimur frekar en að hamast í mér og þessari fánadruslu.  Þetta fólk er kjörið til þess að gera eina krónu að tveimur.  Það má kalla þetta heimsku.  Hvað er heimskur maður?, jú það er sá maður sem fer aldrei út fyrir túngarðinn, er alltaf heima og veit ekki neitt."

"Það vantar þessa hörðu nagla eins og voru hérna í gamla daga."

"Mér finnst alvarlegt mál að 9 bæjarfulltrúar skuli skrifa undir svona yfirlýsingu, og ég vil fá afsökunarbeiðni, þetta er einum of.  Kjörnir bæjarfulltrúar eru að teygja sig aaaðeins of langt."

"Þeir geta líka fengið pláss á fánastönginni, umræðan þarf að vera í gangi ;-)"


Fréttamaður siglo.is þakkar Valgeiri fyrir líflegt spjall og óskar honum alls hins besta.

Hús Valgeirs sem hann ætlar til ölgerðar

(ÖL)Menningarhús

Fánastöngin ógurlega framan við Menningarhúsið


Athugasemdir

08.maí 2024

Sk Sigló ehf.

580 Siglufjörður
Netfang: sksiglo(hjá)sksiglo.is
Fylgið okkur á Facebook eða Twitter

Póstlisti

Skráðu netfangið þitt á póstlistan okkur.

Ábendingar

Ertu með ábendingu fyrir síðuna eða góða frétt? Sendu okkur þá póst og við könnum málið.

Sendu póst