Vá! Kanntu ađ tala TÚRISKU ?

Vá! Kanntu ađ tala TÚRISKU ? Kom viđ á Rakarstofunni Hrímnir í gćr og hitti ţennan skemmtilega gutta. Hann heitir Óskar Máni og er 6 ára. Hann var ađ

Fréttir

Vá! Kanntu ađ tala TÚRISKU ?

Óskar Máni Ómarsson
Óskar Máni Ómarsson

Kom við á Rakarstofunni Hrímnir í gær og hitti þennan skemmtilega gutta.
Hann heitir Óskar Máni og er 6 ára.

Hann var að bíða eftir klippingu og á meðan hjálpaði hann mér að taka nokkrar myndir.

Hann heyrði að ég var að segja Hrólfi að ég hefði verið niðri á tjaldstæði að tala við enskan túrista sem heitir DAZ.

Þá sagði hann við mig með aðdáðun og undrun í augunum:

VÁ, KANNTU AÐ TALA TÚRISKU

Börn eru snillingar í að finna upp á nýjum orðum, svo yndislega hreinskilin eitthvað.

Þarna var líka loðni túristinn frá Sviss, þessi sem Hrólfur lofaði að klippa og snyrta, hér um daginn.

Hann sat í rakarstólnum og svei mér þá, þessi hár og skegg hrúa fór að taka á sig manneskju mynd hægt og rólega. 


Óskar Máni tók þessa mynd af loðna túristanum Beda Mörgeli í stólnum hjá Hrólfi. "P.S. Takið eftir loðnum og feitum handlegg rakarans!"


Óskar Máni og Beda, annar nýklipptur og ánægður.
(Sendi mömmu þessa mynd, þá verður hún glöð og hættir að nöldra í mér.)

Fleiri tengdar fréttir: Túristinn sem vil ekki fara heim

                                Túristinn! Ekta puttalingar.

Myndir: NB og Óskar Máni
Texti: NB


Athugasemdir

08.mars 2021

Sk Sigló ehf.

580 Siglufjörđur
Netfang: sksiglo(hjá)sksiglo.is
Fylgiđ okkur á Facebook eđa Twitter

Póstlisti

Skráðu netfangið þitt á póstlistan okkur.

Ábendingar

Ertu með ábendingu fyrir síðuna eða góða frétt? Sendu okkur þá póst og við könnum málið.

Sendu póst