Túristinn! Ekta puttalingar

Túristinn! Ekta puttalingar Ég sá þá sitja þarna við bekk á tjaldstæðinu, sá að annar þeirra var í flottri Arsenal treyju sem vakti athygli mína. Sælir

Fréttir

Túristinn! Ekta puttalingar

Daz og Munna á tjaldstæðinu
Daz og Munna á tjaldstæðinu

Ég sá þá sitja þarna við bekk á tjaldstæðinu, sá að annar þeirra var í flottri Arsenal treyju sem vakti athygli mína.

Sælir Strákar, hvergir eruð þið og á hvaða ferðalagi eruð þið?

"Ég heiti Daz Bates og ég er frá norður Englandi og þetta er Munna Braj, íslenskur vinur minn sem ég hitti fyrir tveimur vikum."

"Við erum að ferðast á puttanum um allt Ísland og ekkert skipulagt. Förum þangað sem puttinn bendir." 

Ekki heitir þú Munna Braj í alvöru spurði ég Munna á íslensku? "Nei, en við látum það duga."

Svo þið hittust af tilviljun fyrir tveimur vikum? "

"Já, merkileg saga sagði Daz, Munna og vinir hans tóku mig uppí bara rétt fyrir utan Keflavík, fékk far og fína gistingu hjá þeim í Mosfellsbæ. Fór svo áfram á puttanum daginn eftir og var kominn upp í Borgarnes þegar ég áttaði mig á að ég gleymdi gleraugunum mínum í bílnum hjá þeim." 

"Ég er ákafur fuglaskoðari og þú getur rétt ímyndað þér gleraugnalausan fuglaskoðara sem sér ekki muninn á fugli og ljósastaur. Ferðin ónýt og ég tók ekkert símanúmer á Munna eða vinum hans." 

"En ótrúlegt en satt er ég að húkka far einhversstaðar á Snæfellsnesi tveimur dögum seinna. 
Koma þá ekki Munna og vinir á bílnum og taka mig uppí aftur. Með gleraugun í bílnum og allt í fina, svo fór ég bara með þeim á útihátíð á Patreksfirði. Alveg makalaust segir Daz! 

"Eftir hátíðina á Patró ákvað Munna að hoppa af hversdagsleikanum og koma með mér í óvissu puttaferð."


Daz segir sögur og Munna skrifar dagbók í sól og blíðu á tjaldstæðinu.

Er fólk almennilegt að taka ykkur uppí eða þurfið þið stundum að bíða lengi?

Daz: "Fólk er alveg ótrúlega hjálpsamt á Íslandi, ég hef ferðast víða á puttanum og íslendingar eru einstaklega góðhjartað fólk, spjallar við mann og gefur góð ráð."

Munna:" Ég er sammála Daz og ég furða mig á af hverju það eru ekki fleiri íslensk ungmenni sem gefa sig í putta ferðir".

Daz bætir við: "Eina skiptið sem við lentum í vandræðum var í eyðifirði fyrir vestan, Munna segðu honum söguna úr Hrútsey". 

Munna: "Já það var svakalegt ævintýri, við vorum búnir að ganga lengi, skítaveður, rigning og kalt. Að sjálfsögðu enginn á ferðinni". 

"Allt í einu sjáum við kofa niðri við fjörunna og hlupum þangað rennandi blautir og kaldir."

"Flottur opinn kofi með rúmi og allskonar þægindum, skrítinn skúr með stórum opnum gluggum á öllum hliðum?"

"Við verðum bara að vera hér í nótt ákváðum við og byrjum að koma okkur fyrir. Allt í einu sér Daz risastóran mann með byssu yfir öxlina koma gangandi að kofanum. Við urðum alveg skíthræddir og ætluðum að fara að hlaupa út." 

"Blessaðir strákar sagði tröllið blíðri röddu og tók í höndina á okkur, fingurnir á honum voru á stærð við granna handleggina á Daz."

Tröllið var Reynir æðavarpsbóndi í Hrútsey, yndislegt ljúfmenni. Svo sagði hann bara:

"Strákar þig getið ekki sofið hér, hér verð ég í nótt og skýt minka og refi sem eru að andskotast í æðavarpinu mínu. Farið bara heim til mín og sofið þar, ég kem svo í fyrramálið og gef ykkur morgunmat."

Frábær saga segi ég, ætlið þið að stoppa lengi? "Ekkert ákveðið, ætlum að reyna að komst til Hofsós næst og síðan bara eitthvað?"

P.S. hrikalega eru flott fjöll hérna segir Daz, þegar ég kveð þessa skemmtilegu puttalinga.

Goodby and GO GUNNERS!

Fleiri túrista sögur hér: Túristinn! "pale vu francé?" 

                                    Túristinn! Sem vil ekki fara heim!

                                    Túristinn! Frægur siglingakappi kemur við á Sigló!

Myndir og texti:
NB



Athugasemdir

18.apríl 2024

Sk Sigló ehf.

580 Siglufjörður
Netfang: sksiglo(hjá)sksiglo.is
Fylgið okkur á Facebook eða Twitter

Póstlisti

Skráðu netfangið þitt á póstlistan okkur.

Ábendingar

Ertu með ábendingu fyrir síðuna eða góða frétt? Sendu okkur þá póst og við könnum málið.

Sendu póst