Góð veiði !

Góð veiði ! Fuglaáhugamenn á Siglufirði fengu góðan og áhugverðan fugl á kortið sitt í dag. 

Fréttir

Góð veiði !

Býsvelgur á Siglufirði
Býsvelgur á Siglufirði

Fuglaáhugamenn á Siglufirði fengu góðan og áhugverðan fugl á kortið sitt í dag. 

Fuglinn sem heitir Býsvelgur sem og er afar sjaldgæfur, hefur raunar svo vitað sé aðeins einu sinni áður sést á Íslandi og í það skiptið náðist ekki góð mynd af fuglinum.  

Ævintýrið hófst með því að Örlygur Kristfinnsson sá fuglinn í gær og lét Sigurð Ægisson vita sem kom á vettvang undir Ásnum og náði góðum myndum  og birti á vef sínum www.siglfirdingur.is.  

Það var svo ekki fyrr en í hádeginu í dag sem aðrir fréttu af þessu, er Sigurður hringdi í undirritaðan og Svein Þorsteins og sagði frá að fuglinn væri enn á sömu slóðum og í gær.

Fljótt var brugðist við og farið á vettvang og margir tugir mynda af býsvelginum komust á kort myndavéla viðstaddra, en fuglinn var í óða og önn að eltast við býflugur sér til næringar.

Hér með fylgir ein þeirra mynda af býsvelginum þar sem hann er að fara að sporðrenna býflugu.

Hér er lítil klippa sem náðist af býsvelginum í dag (sk)
Hér eru 56 myndir af Býsvelgnum og fleira þar á forsíðu

Heimild: Sigurður Ægisson www.siglfirdingur.is 

Ljósmynd: (sk)


Athugasemdir

16.maí 2024

Sk Sigló ehf.

580 Siglufjörður
Netfang: sksiglo(hjá)sksiglo.is
Fylgið okkur á Facebook eða Twitter

Póstlisti

Skráðu netfangið þitt á póstlistan okkur.

Ábendingar

Ertu með ábendingu fyrir síðuna eða góða frétt? Sendu okkur þá póst og við könnum málið.

Sendu póst