Hlaut nemendaverðlaun fyrir mastersritgerð

Hlaut nemendaverðlaun fyrir mastersritgerð Skipulagsverðlaunin 2014 voru afhent af Skipulagsfræðingafélagi Íslands í Ráðhúsi Reykjavíkur þann þann 26.

Fréttir

Hlaut nemendaverðlaun fyrir mastersritgerð

Íris við verðlaunaafhendinguna
Íris við verðlaunaafhendinguna

Skipulagsverðlaunin 2014 voru afhent af Skipulagsfræðingafélagi Íslands í Ráðhúsi
Reykjavíkur þann þann 26. nóvember sl.

Þar hlaut Íris Stefánsdóttir tæknifulltrúi hjá Fjallabyggð nemendaverðlaunin fyrir mastersritgerð sína í Skipulagsfræðum við Landbúnaðarháskóla Íslands “Ferðavenjur skólabarna í Reykjavík - Áhrif hins byggða umhverfis á val ferðamáta”.

Var dómnefnd sammála um að hér væri á ferðinni áhugavert grasrótarverkefni. Það er samfélagslega
mikilvægt að hafa áhrif á lífsstíl og það að ganga í skóla er og verði virkur ferðamáti. Verkefnið var vel
unnið og mikilvægt skref í átt að sjálfbærri þróun og sjálfbæru skipulagi sveitarfélags. Vill dómnefnd
hvetja sveitarfélög til að huga að ferðavenjum barna við skipulagsgerð og benda á mikilvægi þess að
fara fótgangandi í skóla sé virkur ferðamáti.

Íris Stefánsdóttir er ráðin sem tæknifulltrúi hjá Fjallabyggð og mun hún leysa Arnar Frey Þrastarson af næstu 12 mánuði í námsleyfi hans.

Íris útskrifaðist sem tækniteiknari frá Iðnskólanum í Hafnarfirði 2010 og lauk BS í umhverfisskipulagi árið 2012 frá Landbúnaðarháskóla Íslands. S.l. vor lauk hún svo mastersnámi í skipulagsfræðum við sama skóla. Íris flutti frá Siglufirði til Mosfellsbæjar 1998 og hefur búið þar síðan.

Hún á ættir að rekja til Siglufjaðrar hafa tengslin við bæinn alltaf verið sterk og hefur hún komið hingað reglulega í heimsókn til ömmu og afa á Fossveginum þeirra Pálínu Gústafsdóttur og Sigtryggs Kristjánssonar. Íris er í sambúð með Guðmanni Sveinssyni og saman eiga þau Dag Nóa, 4 ára.

Texti: Tekin af heimasíðu Fjallabyggðar og Kristín Sigurjónsdóttir
Mynd: Aðsend 


Athugasemdir

19.apríl 2024

Sk Sigló ehf.

580 Siglufjörður
Netfang: sksiglo(hjá)sksiglo.is
Fylgið okkur á Facebook eða Twitter

Póstlisti

Skráðu netfangið þitt á póstlistan okkur.

Ábendingar

Ertu með ábendingu fyrir síðuna eða góða frétt? Sendu okkur þá póst og við könnum málið.

Sendu póst