Skemmtilegt viðtal við Hrólf í Hrímni á Bylgjunni

Skemmtilegt viðtal við Hrólf í Hrímni á Bylgjunni Okkar ástkæri hár og skeggsnyrtir Hrólfur "Siglfirðingur" Baldursson. Var í mjög skemmtilegu viðtali

Fréttir

Skemmtilegt viðtal við Hrólf í Hrímni á Bylgjunni

Hrólfur, hár og skeggsnyrtir Siglfirðinga
Hrólfur, hár og skeggsnyrtir Siglfirðinga

Okkar ástkæri hár og skeggsnyrtir Hrólfur "Siglfirðingur" Baldursson.

Var í mjög skemmtilegu viðtali í þættinum Í BÍTIРá útvarpsstöðinni Bylgjunni og geta lesendur hlustað á spjallið sem er sér úttekið úr þættinum hér:
 

Viðtal við Hrólf (11 min)
 

Í viðtalinu er farið víða um völl og sérstaklega er talað um hinn mikla uppgang sem á sér stað á öllum sviðum hér í okkar fagra firði.

Spjallað er meðal annars um fasteignaverð, opnun Sigló Hótel, Segull 67, skíðasvæðið og margt fleira.

Hrólfur stendur sig vel enda er hann atvinnumaður í spjalli, "lýgur" alla daga á Hár og skeggsnyrtistofunni Hrímni og fær meira að segja borgað fyrir það.

Mynd frá fréttavef Sigló.is
Texti:
Jón Ólafur Björgvinsson 
Fréttasími: 842-0089 


Athugasemdir

28.mars 2024

Sk Sigló ehf.

580 Siglufjörður
Netfang: sksiglo(hjá)sksiglo.is
Fylgið okkur á Facebook eða Twitter

Póstlisti

Skráðu netfangið þitt á póstlistan okkur.

Ábendingar

Ertu með ábendingu fyrir síðuna eða góða frétt? Sendu okkur þá póst og við könnum málið.

Sendu póst