Túristinn! Saga og reiðhjól

Túristinn! Saga og reiðhjól Hitti þennan glaðlinda skærgula hóp fyrir utan Bátahúsið í rigningunni hér um daginn. Hver eruð þið og á hvaða ferðalagið

Fréttir

Túristinn! Saga og reiðhjól

Glaðir túristar í rigningunni
Glaðir túristar í rigningunni

Hitti þennan glaðlinda skærgula hóp fyrir utan Bátahúsið í rigningunni hér um daginn.

Hver eruð þið og á hvaða ferðalagið eru þið?

Við erum þrjú frá Kanada og einn frá Bandaríkjunum, við erum í alveg eintaklega skemmtilegri sögu og reiðhjólaferð um norðurland og Tröllaskaga. 

Mér sýnist þið öll vera á "besta aldri" nema unglingurinn frá Bandaríkjunum sem segist vera 53 ára.
Er ekki erfitt að hjóla upp og niður brekkurnar hér á Tröllaskaga?

Daman í hópnum svarar: " Ég er nú bara 73 ára og elst í hópnum, en ekki miskilja okkur, við erum sko ekkert að kvelja okkur í brekkunum, við erum með bíl sem við hoppum upp í þegar vindurinn og brekkurnar eru of erfiðar, miklu skemmtilegar að rúlla niður og njóta útsýnisins í leiðinni í þessu fallega landslagi." 

Nú birtist leiðsögumaðurinn Karl Smári Hreinsson og rekur á eftir hópnum: "Drífið ykkur í að skoða þetta frábæra safn og ekki gleyma að góður matur bíður ykkar á Hannes boy", og bendir í áttina að gula húsinu við bátabryggjuna.

Karl gefur sér smá tíma til að ræða við mig. 

Karl Smári Hreinsson, Leiðsögumaður! 

"Þetta eru svolítið öðruvísi ferðir sem við erum að bjóða upp á. Þetta fólk er oftast hámenntað, kemur mest frá Kanada og Bandaríkjunum. Áður en þau koma eru þau með í leshring þar sem farið er ítarlega í gegnum sögu og náttúru Ísland. Þannig að þau spyrja mikið, vilja virkilega setja sig inn í söguna og sjá áhugaverða staði tengda henni." 

"Þau vilja líka hafa möguleikann á að hreyfa sig mikið og anda að sér hreinu og tæru loftinu, þannig að reiðhjólin eru mjög vinsæl sem og allskyns göngutúrar."

"Þetta eru 8 daga túrar og það er sko ekki stoppað hvar sem er. Núna eru reiðhjólin geymd inni á Ketilás meðan við komum til Siglufjarðar til að leyfa þeim að skoða þetta frábæra safn og sjá sig um í ekta fiskibæ. Síðan er alltaf borðað á Hannes boy, maturinn þar er stórkostlega góður."

Við getum sagt sem svo að þetta er kröfuharður en skemmtilegur hópur ferðamanna. þar sem væntingarnar eru miklar um gæði, kunnáttu og leiðsögu, góð gisting og matur eru leiðarorð okkar.

Við höfum verið með þessar ferðið um norðurland og Tröllaskaga í átta ár og þær eru mjög vinsælar þrátt fyrir að hver og einn borgi hátt í eina miljón fyrir átta daga ferðalag.

Takk Karl og góða ferð.

Meira um túrista: Túristinn! Ekta puttalingar

                           Túristinn" Sem vill ekki fara heim

                           Túristinn: Frægur siglinga kappi

Myndir og texti:
NB 


Athugasemdir

25.apríl 2024

Sk Sigló ehf.

580 Siglufjörður
Netfang: sksiglo(hjá)sksiglo.is
Fylgið okkur á Facebook eða Twitter

Póstlisti

Skráðu netfangið þitt á póstlistan okkur.

Ábendingar

Ertu með ábendingu fyrir síðuna eða góða frétt? Sendu okkur þá póst og við könnum málið.

Sendu póst