TÚRISTINN !

TÚRISTINN ! Var á gangi við Snorragötu og sé þarna tvo flotta sérbyggða Land Rover bíla með einhverskonar rúnar stöfum á hliðinni. Gef mig á tal við

Fréttir

TÚRISTINN !

Jacky sýnir mér kort og ferðaáætlun
Jacky sýnir mér kort og ferðaáætlun

Var á gangi við Snorragötu og sé þarna tvo flotta sérbyggða Land Rover bíla með einhverskonar rúnar stöfum á hliðinni.

Gef mig á tal við fólkið og fæ strax Pale vu france, no pale english.......... 

Ha nei, ég kann ekki frönsku, en allavega reyndi einn af þeim að tala pínu ensku við mig.

Hver eru þið og á hvaða ferðlagi eruð þig?

Ég heiti Jacky og við erum frá Frakklandi, ég og konan mín og svo vinir okkar á hinum bílnum.

Við erum búinn að vera á Íslandi í 10 daga og ætlum að ferðast um landið í 5 vikur, Jacky dregur síðan fram kort með öllu mögulegu teiknað á kortið, hálendið, vestfirðir og fleira, allt alveg þrælskipulagt. Klagar yfir að sumir vegir séu lokaðir á hálendinu. Reyni að útskíra þetta með hvað hálendisvegir eru í rauninni, gengur ekki vel, hann skilur ekki neitt.

Þau ætla að fara héðan og beint upp á Kjöl, segir hann stoltur og bendir á bílana sem eru meira en klárir í hálendisferðir.

Og hvaða rúna stafir eru þetta svo hérna á bílunum.

Ja þetta eru bókstafir frá Marakkó, vorum þar á ferðalagi í fyrra sumar og þetta þýðir eitthvað í stil með "Le Camel Caravan" (Kamellestinn), nema þeir hafi logið að mér og kannski stendur eitthvað allt annað þarna, sagði hann Jacky og hló á frönsku.

Takk, takk og góða ferð, vinka og geng í burtu og hugsa að ég hefði átt að fara í Frönsku útlendingahersveitina eins og Raggi vinur minn. Þeir kenndu honum frönsku á skjótan og áhrifaríkan hátt.

Liðsforingi með trépinna í hendinni sagði við hann: "Sagdu after mje" og í hvert skipti sem Raggi sagði eitthvað vitlaust þá sló liðsforinginn hann í hausinn.

Raggi flúði síðan úr hernum eftir 6 mánuði, hann er ennþá eftirlýstur í Frakklandi sem heigull og liðhlaupi, en hann kann ennþá frönsku.

Le Camel Caravan

Jacky og frú Jacky

Gert klárt fyrir brottför

 NB


Athugasemdir

20.apríl 2024

Sk Sigló ehf.

580 Siglufjörður
Netfang: sksiglo(hjá)sksiglo.is
Fylgið okkur á Facebook eða Twitter

Póstlisti

Skráðu netfangið þitt á póstlistan okkur.

Ábendingar

Ertu með ábendingu fyrir síðuna eða góða frétt? Sendu okkur þá póst og við könnum málið.

Sendu póst