"Auðvitað verður tekið upp á Siglufirði"

"Auðvitað verður tekið upp á Siglufirði" “Auðvitað verður tekið upp á Siglufirði,” sagði Þorvaldur Davíð, aðspurður hvort upptökur færu fram fyrir norðan,

Fréttir

"Auðvitað verður tekið upp á Siglufirði"

Ragnar Jónasson og Þorvaldur Davíð Kristjánsson
Ragnar Jónasson og Þorvaldur Davíð Kristjánsson

Þorvaldur Davíð Kristjánsson leikari var í viðtali í Síðdegisútvarpi Rásar 2 ásamt Ragnari Jónassyni rithöfundi, en eins og sagt var frá í vikunni hefur framleiðslufyrirtækið Sagafilm gengið til liðs við Þorvald Davíð um gerð sjónvarpsþátta sem byggðir verða á glæpasögum Ragnars um lögreglumanninn Ara Þór.

Þorvaldur Davíð og Sagafilm hafa tryggt sér réttinn á Snjóblindu, Myrknætti og nýjusu bókinni Rofi, sem gerist að hluta til í Héðinsfirði. 

“Auðvitað verður tekið upp á Siglufirði,” sagði Þorvaldur Davíð í þættinum, aðspurður hvort upptökur færu fram fyrir norðan, á söguslóðunum. “Það eru náttúrulega lýsingarnar hjá Ragnari í bókunum um þann fallega stað sem heilla. Að sjálfsögðu verður farið norður.” Hann sagði að hugsanlega verði hægt að hefja tökur í janúar eða febrúar 2014.

Hér má hlýða á viðtalið í heild

mynd: ruv.is, texti: aðsendur


Athugasemdir

22.júlí 2025

Sk Sigló ehf.

580 Siglufjörður
Netfang: sksiglo(hjá)sksiglo.is
Fylgið okkur á Facebook eða Twitter

Póstlisti

Skráðu netfangið þitt á póstlistan okkur.

Ábendingar

Ertu með ábendingu fyrir síðuna eða góða frétt? Sendu okkur þá póst og við könnum málið.

Sendu póst