Orðlaus fer í loftið í kvöld kl. 20:00

Orðlaus fer í loftið í kvöld kl. 20:00 Útvarpsstöðin Trölli hefur farið mikinn á síðustu misserum. Fjöldi nýrra útvarpsþátta hafa orðið til og mjög

Fréttir

Orðlaus fer í loftið í kvöld kl. 20:00



Útvarpsstöðin Trölli hefur farið mikinn á síðustu misserum.  Fjöldi nýrra útvarpsþátta hafa orðið til og mjög margir boðnir og búnir til að starfa við stöðina og eru að jafnaði kölluð Tröllabörnin. 
 
Enn einn þátturinn fer í loftið næstkomandi fimmtudagskvöld kl. 20:00.
Orðlaus mun þátturinn heita og vísa þáttastjórnendur til þess að þeir verði alveg orðlausir yfir tónlistinni sem þeir muni spila. 
 
Ordlaus
 
Ætlunin mun vera að fá unnendur tónlistar til að koma í heimsókn og spila sína tónlist sem hefur gert þá orðlausa sem og spjalla um allt á milli himins og jarðar.
 
Stjórnendurnir Ægir Bergs og Gulli Stebbi segja að það hafi vantað svona þátt í flóruna hjá Trölla, svona þátt með gæðatónlist fyrri tíma, jafnvel tónlist frá 1950 til dagins í dag. Fm.trölli.is er sennilega nyrsta útvarpsstöð landsins og næst hún núna vestur í Fljót og inní Eyjafjörð, hlusta má á stöðina á fm 103,7 og svo á veraldarvefnum á slóðinni fm.trolli.is.
 
 
Þó svo að ég hafi nú fengið þetta sent til mín og ég hafi átt að setja þetta inn þegjandi og hljóðalaust þá ætla ég nú að bæta aðeins við þetta.
 
Eitthvað finnst mér nafnið á þættinum hjá þeim Gulla og Ægir vera snúið því ég hef ekki nokkra einustu trú á því að þessir piltar séu einhverntíman orðlausir. 
 
Reyndar held ég að þeir eigi eftir að ryðja jafn mikilli vitleysu og bulli út úr sér og pólitíkus í prófkjöri. En það er nú allt önnur Elín sem ég nenni nú bara alls ekki að fara út í nánar. 
 
Og mér þætti nú yfir höfuð gaman af því að heyra þá einhverntíman verða orðlausa af undrun, ég hef allavega ekki séð það hingað til, hvorki yfir lögum eða öðru þannig að ég ætla að hlusta á þennan þátt og dást að "Orðleysinu" hjá þeim.
 
Ordlaus
Gulli Stebbi
 
Ordlaus
Ægir Bergs
 
Myndir koma frá Gulla Stebba.

Athugasemdir

03.ágúst 2025

Sk Sigló ehf.

580 Siglufjörður
Netfang: sksiglo(hjá)sksiglo.is
Fylgið okkur á Facebook eða Twitter

Póstlisti

Skráðu netfangið þitt á póstlistan okkur.

Ábendingar

Ertu með ábendingu fyrir síðuna eða góða frétt? Sendu okkur þá póst og við könnum málið.

Sendu póst