1,9% atvinnuleysi í Fjallabyggð

1,9% atvinnuleysi í Fjallabyggð Vinnumálastofnun hefur gefið út skýrslu um stöðu á vinnumarkaði í lok árs 2013 og má þar sjá að landsbyggðarmeðaltal

Fréttir

1,9% atvinnuleysi í Fjallabyggð

www.sk21.is
www.sk21.is
Vinnumálastofnun hefur gefið út skýrslu um stöðu á vinnumarkaði í lok árs 2013 og má þar sjá að landsbyggðarmeðaltal atvinnuleysis var 3,8%. Stöndum við því vel að vígi í Fjallabyggð með 1,9% atvinnuleysi en á fundi markaðs- og menningarnefndar þann 3. febrúar voru lagðar fram upplýsingar um atvinnuleysistölur í Fjallabyggð á árinu 2013. Kom þar fram að atvinnuleysi í Fjallabyggð sé lítið, eða einungis 1,9%. 
 
Í lok árs voru 39 á atvinnuleysisskrá, 24 karlar og 15 konur. Það gerir 1,94% af íbúafjölda.  Fæstir voru atvinnulausir í júní eða 23. Í lok árs 2012 voru 44 á atvinnuleysisskrá, þar af 25 karlar og 19 konur eða 2.16% af íbúafjölda í desember 2012.
 
   Lok árs 2012 Lok árs 2013 
 Karlar  25  24
 Konur 19 15
 Samtals  44  39
Íbúafjöldi  2.035  2.012
 Hlutfall  2.16%  1,94%
 
Á vef Vinnumálastofnunnar má sjá að landsbyggðarmeðaltal atvinnuleysis var 3,8%. 
 
Miklar framkvæmdir eru nú hafnar í Fjallabyggð og má því ætla að atvinnuleysi muni dragast enn frekar saman. Á sama tíma gerir Vinnumálastofnun ráð fyrir að landsmeðaltalið aukist og verði á bilinu 4,3-4,7%. Á norðausturlandi var landsmeðaltal atvinnulausra það þriðja mesta eða 4,1% í desember. Einungis höfuðbrogarsvæðið (4,5%) og suðurnesin (6,9%) stóðu ver að vígi. Sjá nánar hér í skýrslu Vinnumálastofnunnar.

Athugasemdir

26.júlí 2025

Sk Sigló ehf.

580 Siglufjörður
Netfang: sksiglo(hjá)sksiglo.is
Fylgið okkur á Facebook eða Twitter

Póstlisti

Skráðu netfangið þitt á póstlistan okkur.

Ábendingar

Ertu með ábendingu fyrir síðuna eða góða frétt? Sendu okkur þá póst og við könnum málið.

Sendu póst