112 dagurinn á Siglufirði

112 dagurinn á Siglufirði Margt var um að vera á Siglufirði í gær, í tilefni 112 dagsins.

Fréttir

112 dagurinn á Siglufirði

Ámundi Gunnarsson slökkviliðsstjóri Fjallabyggðar
Ámundi Gunnarsson slökkviliðsstjóri Fjallabyggðar

Margt var um að vera á Siglufirði í gær, í tilefni 112 dagsins.

Æfð var rýming í báðum Grunnskólahúsunum á Siglufirði og opið hús í Slökkvistöðinni, þar sem fólk mátti skoða bíla og tæki.

Auk þess voru við slökkvistöðina bílar, vélsleðar og menn frá Björgunarsveitinni Strákum.

Sjúkrabíll var á staðnum til sýnis og voru tekin lífsmörk hjá nokkrum gestum, þ.e.a.s. blóðþrýstingur, púls, súrefnismettun og blóðsykur.

Allmargir gestir litu við, þáðu kaffi eða safa og kökur.

Smellið á myndirnar hér fyrir neðan til að skoða þær.

Svo eru allar myndir 112 dagsins hér

Strákur 4 með blikkandi ljós

Brunavarnakerfið var sett í gang með tilheyrandi hávaða

Brunavarnadyr lokuðust samkvæmt áætlun

Brunavarnadyr lokuðust samkvæmt áætlun

Krakkarnir fóru skipulega út úr skólanum

Safnast saman á fyrirfram ákveðnum stað



Rýming í efra húsi:
Rýming í efra húsi

Rýming í efra húsi

Allir skiluðu sér á fyrirfram ákveðinn stað samkvæmt áætlun

Þá kom upp óvænt vandamál

Skólastjórinn með skrúfjárn í brunaboðanum að reyna að þagga niður í kerfinu !!

Það dugði ekkert annað en að kalla á sérfræðinginn, hann Alla í Raffó

Loksins tókst að slökkva á vælunum og allir gátu andað léttar
Aðalsteinn Arnarsson, Hafþór Kolbeinsson húsvörður, Ríkey skólastjóri og Ámundi slökkviliðsstjóri

 



Í slökkvistöðinni á Siglufirði var opið hús í tilefni dagsins.

Í slökkvistöðinni var opið hús í tilefni dagsins

Ámundi Gunnarsson slökkviliðsstjóri í uniforminu

Um borð í Sjúkrabílnum

Strákur 4 með blikkandi ljós

Strákur 1 og Strákur 2 með blikkandi ljós

Um borð í Strák 2



Slökkviliðsmenn á landsvísu standa árlega fyrir átaki sem er eldvarnargetraun hjá nemendum 3. bekkjar í grunnskólum landsins.  Í þetta skiptið hlaut Amalía Þórarinsdóttir verðlaunin.  Það hefur enginn hér fengið þessi verðlaun í mörg ár fyrr en nú.

Ámundi tilkynnir hver fær verðlaunin

Verðlaunahafinn Amalía Þóraninsdóttir hjá Ámunda


Athugasemdir

27.júlí 2025

Sk Sigló ehf.

580 Siglufjörður
Netfang: sksiglo(hjá)sksiglo.is
Fylgið okkur á Facebook eða Twitter

Póstlisti

Skráðu netfangið þitt á póstlistan okkur.

Ábendingar

Ertu með ábendingu fyrir síðuna eða góða frétt? Sendu okkur þá póst og við könnum málið.

Sendu póst