112 dagurinn á Siglufirði
Margt var um að vera á Siglufirði í gær, í tilefni 112 dagsins.
Æfð var rýming í báðum Grunnskólahúsunum á Siglufirði og opið hús í Slökkvistöðinni, þar sem fólk mátti skoða bíla og tæki.
Auk þess voru við slökkvistöðina bílar, vélsleðar og menn frá Björgunarsveitinni Strákum.
Sjúkrabíll var á staðnum til sýnis og voru tekin lífsmörk hjá nokkrum gestum, þ.e.a.s. blóðþrýstingur, púls, súrefnismettun og blóðsykur.
Allmargir gestir litu við, þáðu kaffi eða safa og kökur.
Smellið á myndirnar hér fyrir neðan til að skoða þær.
Svo eru allar myndir 112 dagsins hér
Aðalsteinn Arnarsson,
Hafþór Kolbeinsson húsvörður, Ríkey skólastjóri og Ámundi slökkviliðsstjóri
Í slökkvistöðinni á Siglufirði var opið hús í tilefni dagsins.
Slökkviliðsmenn á landsvísu standa árlega fyrir átaki sem er eldvarnargetraun hjá nemendum 3. bekkjar í grunnskólum landsins. Í
þetta skiptið hlaut Amalía Þórarinsdóttir verðlaunin. Það hefur enginn hér fengið þessi verðlaun í mörg
ár fyrr en nú.
Athugasemdir