112 dagurinn er á morgun.

112 dagurinn er á morgun. Á morgun 11. febrúar er 112 dagurinn og af því tilefni langar félögum í stjórn Siglufjarðardeildar RKI að minna fólk á mikilvægi

Fréttir

112 dagurinn er á morgun.

Á morgun 11. febrúar er 112 dagurinn og af því tilefni langar félögum í stjórn Siglufjarðardeildar RKI að minna fólk á mikilvægi þess að kunna almenna skyndihjálp.

Hvetjum við alla til að kynna sér rétt viðbrögð við slysum og áföllum.

Hér eru til dæmis upplýsingar um hvernig hægt er að þekkja einkenni heilablóðfalls.

Taugasérfræðingar geta snúið við afleiðingum heilablóðfalls ef sjúklingurinn kemur til þeirra nógu fljótt, galdurinn er að greina einkennin og koma sjúklingnum á sjúkrahús innan þriggja klukkustunda.

Hvernig hægt er að þekkja heilablóðfall ?

3 mikilvæg skref sem ætti að leggja á minnið !


Sá sem vill komast að því hvort um heilablóðfall er að ræða á að spyrja þriggja einfaldra spurninga :

1. Biddu viðkomandi að brosa.
2. Biddu viðkomandi að tala, segja einfalda setningu í samhengi ( sólin skín í dag en í gær var rigning )
3. Biddu viðkomandi að lyfta báðum handleggjum upp samtímis.

Annað merki um heilablóðfall: Biddu viðkomandi að reka út úr sér tunguna og ef hún er bogin til annarrar hliðarinnar getur það líka verið merki um heilablóðfall.

Ef vikomandi á í vandræðum með eitt eða fleiri af þessum fyrirmælum hringdu þá í 112 og lýstu einkennunum.



Athugasemdir

14.ágúst 2025

Sk Sigló ehf.

580 Siglufjörður
Netfang: sksiglo(hjá)sksiglo.is
Fylgið okkur á Facebook eða Twitter

Póstlisti

Skráðu netfangið þitt á póstlistan okkur.

Ábendingar

Ertu með ábendingu fyrir síðuna eða góða frétt? Sendu okkur þá póst og við könnum málið.

Sendu póst