12 sagt upp á Siglufirði
frett@ruv.is | Almennt | 03.02.2011 | 16:20 | Helga Sigurbjörnsdóttir | Lestrar 487 | Athugasemdir ( )
Heilbrigðisstofnun Fjallabyggðar á Siglufirði sagði upp og skerti ráðningarhlutfall hjá samtals 30 starfsmönnum stofnunarinnar í síðasta mánuði.
Um 80 manns vinna hjá stofnuninni. Tólf manns var sagt upp og starfshlutfall 18 manns var lækkað.
Þeir tólf sem sagt var upp voru samtals í rúmlega sex stöðugildum. Niðurskurður stofnunarinnar á fjárlögum fyrir þetta ár nemur 56 milljónum króna og hefur samtals numið um 150 milljónum á þremur árum að þessu meðtöldu.
Um síðustu áramót var fækkað um 10 rúm á stofnuninni; 7 hjúkrunarrými og 3 sjúkra-og bráðarými.
Stofnunin á Siglufirði hefur nú fjárveitingar fyrir 23 sjúkrarýmum, en þau voru 40 þegar mest var fyrir fimm til sjö árum.
Stofnunin á Siglufirði hefur nú fjárveitingar fyrir 23 sjúkrarýmum, en þau voru 40 þegar mest var fyrir fimm til sjö árum.
Athugasemdir