12 sagt upp á Siglufirði

12 sagt upp á Siglufirði Heilbrigðisstofnun Fjallabyggðar á Siglufirði sagði upp og skerti ráðningarhlutfall hjá samtals 30 starfsmönnum stofnunarinnar í

Fréttir

12 sagt upp á Siglufirði

Heilbrigðisstofnunin  á Siglufirði.    Ljósm. tekin af vef Siglo.is
Heilbrigðisstofnunin á Siglufirði. Ljósm. tekin af vef Siglo.is

Heilbrigðisstofnun Fjallabyggðar á Siglufirði sagði upp og skerti ráðningarhlutfall hjá samtals 30 starfsmönnum stofnunarinnar í síðasta mánuði.

Um 80 manns vinna hjá stofnuninni. Tólf manns var sagt upp og starfshlutfall 18 manns var lækkað.


Þeir tólf sem sagt var upp voru samtals í rúmlega sex stöðugildum. Niðurskurður stofnunarinnar á fjárlögum fyrir þetta ár nemur 56 milljónum króna og hefur samtals numið um 150 milljónum á þremur árum að þessu meðtöldu.

Um síðustu áramót var fækkað um 10 rúm á stofnuninni; 7 hjúkrunarrými og 3 sjúkra-og bráðarými.
Stofnunin á Siglufirði hefur nú fjárveitingar fyrir 23 sjúkrarýmum, en þau voru 40 þegar mest var fyrir fimm til sjö árum.


Athugasemdir

14.ágúst 2025

Sk Sigló ehf.

580 Siglufjörður
Netfang: sksiglo(hjá)sksiglo.is
Fylgið okkur á Facebook eða Twitter

Póstlisti

Skráðu netfangið þitt á póstlistan okkur.

Ábendingar

Ertu með ábendingu fyrir síðuna eða góða frétt? Sendu okkur þá póst og við könnum málið.

Sendu póst