20cm jafnfallinn snjór og nýtt aðsóknarmet

20cm jafnfallinn snjór og nýtt aðsóknarmet Undri dyggri stjórn Egils “Skarðsprins” Rögnvaldssonar hafa félagarnir í Siglfirsku ölpunum nú unnið hörðum

Fréttir

20cm jafnfallinn snjór og nýtt aðsóknarmet

Troðarinn í fjallinu. Ljósmyndari Gulli Stebbi
Troðarinn í fjallinu. Ljósmyndari Gulli Stebbi

Undri dyggri stjórn Egils “Skarðsprins” Rögnvaldssonar hafa félagarnir í Siglfirsku ölpunum nú unnið hörðum höndum að því að þjappa nýfallinn snjóinn. Draumaaðstæður í fjallinu segir prinsinn sem er í skýjunum eftir nýtt met gærdagsins.

Það voru 1.200 manns í fjallinu í gær segir Egill og því nýtt aðsóknarmet sett frá því á skýrdag þegar þar voru 1.050 manns. Aðstæður í dag eru alveg frábærar og við höfum unnið að því að þjappa allar brautir. Utanbrautarfærið er náttúrulega alveg æðislegt fyrir þá sem kjósa að leika sér í púðrinu og það hefði ekki verið hægt að biðja um betri veðurspá. Snjókoma seinnipartinn í gær og svo komið logn og fjögurra gráðu frost í dag, hann á líka að rífa af sér skýin og samkvæmt spánni á að vera orðið léttskýjað uppúr hádegi. Á morgun á síðan að vera heiðskýrt og rétt undir frostmarki í fjallinu.

spáin í dag

Nýfallinn snjór í skarðinu

Nýfallinn snjór í skarðinu

Nýfallinn snjór í skarðinu

Ljósmyndari: Gulli stebbi


Athugasemdir

29.júlí 2025

Sk Sigló ehf.

580 Siglufjörður
Netfang: sksiglo(hjá)sksiglo.is
Fylgið okkur á Facebook eða Twitter

Póstlisti

Skráðu netfangið þitt á póstlistan okkur.

Ábendingar

Ertu með ábendingu fyrir síðuna eða góða frétt? Sendu okkur þá póst og við könnum málið.

Sendu póst