634 missa störf gangi niðurskurður eftir

634 missa störf gangi niðurskurður eftir Heilbrigðisráðuneytið áætlar, að gangi þær niðurskurðartillögur eftir, sem fram koma í fjárlagafrumvarpi fyrir

Fréttir

634 missa störf gangi niðurskurður eftir

Húsvíkingar slógu táknræna skjaldborg um Heilbrigðisstofnun Þingeyinga eftir að fjárlagafrumvarpið var birt.  mbl.is/Hafþór
Húsvíkingar slógu táknræna skjaldborg um Heilbrigðisstofnun Þingeyinga eftir að fjárlagafrumvarpið var birt. mbl.is/Hafþór

Heilbrigðisráðuneytið áætlar, að gangi þær niðurskurðartillögur eftir, sem fram koma í fjárlagafrumvarpi fyrir næsta ár, megi ætla að starfsmönnum í heilbrigðisþjónustu á landsbyggðinni fækki um samtals 456 einstaklinga verði ekki breytingar á frumvarpinu í meðförum þingsins.

 

Af þeim fjölda megi gera ráð fyrir að 369 einstaklingar séu konur.  Á höfuðborgarsvæðinu gætu 178 misst vinnuna og samtals er því um að ræða 634 starfsmenn í 445 stöðugildum. 

Þetta kemur fram í svari Guðbjarts Hannessonar, heilbrigðisráðherra, við fyrirspurn Gunnars Braga Sveinssonar, þingmanns Framsóknarflokksins, á Alþingi. 

Í svarinu segir, að fjárlagafrumvarpið geri ráð fyrir því að styrkja starf heilsugæslunnar með auknum fjárveitingum, einkum til sjúkraflutninga, sálfélagslegrar þjónustu við börn og ungmenni og heimahjúkrunar. Auknum fjárveitingum fylgi  störf og sé reiknað með fjölgun starfa fyrir allt að 63 einstaklinga.   Þannig gæti frumvarpið falið í sér fækkun starfsmanna um 393 einstaklinga þegar tekið hefur verið tillit til þessa.

Fram kemur í svarinu að fækka myndi um 96 starfsmenn á St. Jósefsspítala í Hafnarfirði, 68 á  Landspítala,  15 í heilsugæslunni á höfuðborgarsvæðinu,  78 starfsmenn í á Heilbrigðisstofnunum Austurlands og Suðurnesja, 67 á Heilbrigðisstofnun Þingeyinga, 63 á Heilbrigðisstofnun Suðurlands, 43 á Heilbrigðistofnun Sauðárkróks, 30 á Vestfjörðum, 29 í Vestmannaeyjum, 26 á Vesturlandi, 17 í Fjallabyggð, 11 á Blönduósi, 5 á Patreksfirði. 

 

Frétt sótt á:

http://mbl.is/mm/frettir/innlent/2010/11/08/634_gaetu_misst_storf_sin/ 


Athugasemdir

18.ágúst 2025

Sk Sigló ehf.

580 Siglufjörður
Netfang: sksiglo(hjá)sksiglo.is
Fylgið okkur á Facebook eða Twitter

Póstlisti

Skráðu netfangið þitt á póstlistan okkur.

Ábendingar

Ertu með ábendingu fyrir síðuna eða góða frétt? Sendu okkur þá póst og við könnum málið.

Sendu póst