Ykkar fiskur er bestur
“Ykkar
fiskur er bestur og ég veit hvað ég syng, er búinn að steikja fisk frá
því að ég var 16 ára og hef því steikt í 64 ár, núna vinn ég aðallega á
sumrin þegar mikið er að gera
hjá krökkunum.
“Ég veit allt um fisk og franskar (fish and chips), ef þið þurfið að vita eitthvað spyrjið mig bara. Þegar sonur minn var lítill geymdi ég hann í kassa undir steikingarborðinu þegar ég var að vinna, nú eru hann, sonur hans og dóttir búin að taka við rekstrinum. Þrír ættliðir í fiski og frönskum, það er nú þó nokkuð” sagði Harry Hobbs að lokum, stoltur af sér og sínum.
Auk sýningarinnar í Peterborough vorum við með bás á sýningu í Edinborg í marsbyrjun, en á þessar sýningar koma eigendur og starfsfólk “fish and chips” veitingahúsa og þar gefur að líta allt sem notað er við rekstur þessara staða, jafnt tæki og tól sem og matvæli og annað tillegg.
Harry Hobbs
Texti og myndir: Rammi hf
Athugasemdir