Ætlum að verja deginum í Fjallabyggð
Þeir voru rétt að stíga út úr bílnum í Miðgarði félagarnir í Dröngum þegar fréttamaður náði á þeim, nýbúnir að tæma bílinn og tilbúnir til að rigga upp showinu.
Í nótt lögðu þeir síðan leið sína á Sigó enda ætla þeir að verja deginum í Fjallabyggð. Er þar ætlunin að mæta í báðar Samkaupsverslanirnar (Ólafsfirði klukkan 16:00 og Siglufirði klukkan 17:15) til að árita geisladiska og taka létt lag fyrir gesti og gangandi, ekki amaleg jólagjöf þar á ferð. Þeir munu þó hefja daginn á að kíkja í heimsókn á FM Trölla þar sem þeir verða með þeim félögum í Tveir á móti Einum í morgunsárið, eflaust ekki leiðinlegt að hlusta á það.
Annað kvöld verða síðan að sjálfsögðu tónleikar með Dröngum á Kaffi Rauðku klukkan 20:00 en frá Sigló halda þeir síðan leið sinni til Þorlákshafnar en þar munu þeir spila á sunnudagskvöldið.
Athugasemdir