Aðalfundarboð

Aðalfundarboð Félag um Þjóðlagasetur sr. Bjarna Þorsteinssonar á Siglufirði boðar til aðalfundar miðvikudaginn 4. apríl 2012 kl. 20.00 í Þjóðlagasetrinu,

Fréttir

Aðalfundarboð

Þjóðlagasetrið
Þjóðlagasetrið
Félag um Þjóðlagasetur sr. Bjarna Þorsteinssonar á Siglufirði boðar til aðalfundar miðvikudaginn 4. apríl 2012 kl. 20.00 í Þjóðlagasetrinu, Norðurgötu 1.

Á dagskrá eru venjuleg aðalfundarstörf.

Núverandi stjórn félagsins skipa Gunnsteinn Ólafsson formaður, Guðrún Ingimundardóttir gjaldkeri, Sigurður Hlöðvesson ritari, Guðný Róbertsdóttir og María Elín Sigurbjörnsdóttir. Varamenn í stjórn eru Dúi Landmark, Örlygur Kristfinnsson og Ásgrímur Finnur Antonsson.

Þjóðlagahátíðin 4.-8. júlí

Þjóðlagahátíðin verður að þessu sinni haldin dagana 4.-8. júlí 2012. Hátíðin er tileinkuð söngvaskáldum frá ýmsum tímum. Von er á karlakór frá Kanada, ungum tónlistarmönnum frá Samalandi og Svíþjóð auk fjölmargra íslenskra tónlistarmanna. Nánari upplýsingar munu birtast á heimasíðu hátíðarinnar innan tíðar.

150 ára ártíð sr. Bjarna Þorsteinssonar

Félag um Þjóðlagasetur minntist 150 ára ártíðar Bjarna Þorsteinssonar með ýmsu móti á síðasta ári. Haldnir voru tónleikar honum til heiðurs á Þjóðlagahátíð, hátíðartónleikar voru í Grafarvogskirkju afmælisdaginn 14. október og gefin var út ævisagan Bjarni Þorsteinsson – Eldhugi við ysta haf eftir Viðar Hreinsson. Félagið fjármagnaði ritlaun höfundar en útgefandi er bókaforlagið Veröld. Félagsmenn eru hvattir til þess að kaupa bókina því hún er mjög fróðleg og varpar alveg nýju ljósi á feril þessa merka hugsjónamanns.

Stjórn Félags um Þjóðlagasetur sr. Bjarna Þorsteinssonar

Texti: Aðsendur
Mynd: GJS


Athugasemdir

23.júlí 2025

Sk Sigló ehf.

580 Siglufjörður
Netfang: sksiglo(hjá)sksiglo.is
Fylgið okkur á Facebook eða Twitter

Póstlisti

Skráðu netfangið þitt á póstlistan okkur.

Ábendingar

Ertu með ábendingu fyrir síðuna eða góða frétt? Sendu okkur þá póst og við könnum málið.

Sendu póst