Aðalfundur hjá Ljósmyndaklúbbi Fjallabyggðar
sksiglo.is | Almennt | 13.10.2013 | 06:00 | Jón Hrólfur Baldursson | Lestrar 470 | Athugasemdir ( )
Ljósmyndaklúbbur Fjallabyggðar var með aðalfund síðastliðinn miðvikudag. Fundurinn var haldinn á Kaffi Rauðku.
Þar hittust nokkrir áhugaljósmyndarar og báru saman myndabækur
sínar og kusu nýja stjórn.
Þeir sem mættu á fyrsta fund vetrarins voru Kristín Sigurjóns, Ingunn Björnsdóttir, Gunnlaugur Guðleifsson, Sigurður Ægisson,
Kári Hreinsson og Hrólfur Baldursson.
Ný stjórn var kosin og var svohljóðandi:
Stjórn kosin 9.10.13
Kristín Sigurjónsdóttir Formaður
Gunnlaugur Guðleifsson Varaformaður
Ingunn Björnsdóttir Ritari
Hrólfur Baldursson Meðstjórnandi
Kári Hreinsson Meðstjórnandi
Og var úrslitum fagnað með dúndrandi lófaklappi og ánægjuhrópum allra þeirra sex sem mættu á fundinn.
Aðsókn á fundinn hefði mátt vera meiri en það verður vonandi betri mæting næst þegar fundur verður haldinn.
Eitthvað var rökrætt um það hvort Nikon væri betra en Canon og svo öfugt og svo margar sögur af því hvað væri miklu betra en
annað. En fundurinn var allavega skemmtilegur og mikill fróðleikur sem menn miðluðu til hvors annars.
Hér er síða Ljósmyndaklúbbs Fjallabyggðar á facebook.





Athugasemdir