Aðalfundur hjá Ljósmyndaklúbbi Fjallabyggðar

Aðalfundur hjá Ljósmyndaklúbbi Fjallabyggðar Ljósmyndaklúbbur Fjallabyggðar var með aðalfund síðastliðinn miðvikudag. Fundurinn var haldinn á Kaffi Rauðku.

Fréttir

Aðalfundur hjá Ljósmyndaklúbbi Fjallabyggðar

Ljósmyndaklúbbur Fjallabyggðar var með aðalfund síðastliðinn miðvikudag. Fundurinn var haldinn á Kaffi Rauðku. 

 
Þar hittust nokkrir áhugaljósmyndarar og báru saman myndabækur sínar og kusu nýja stjórn. 
 
Þeir sem mættu á fyrsta fund vetrarins voru Kristín Sigurjóns, Ingunn Björnsdóttir, Gunnlaugur Guðleifsson, Sigurður Ægisson, Kári Hreinsson og Hrólfur Baldursson. 
 
Ný stjórn var kosin og var svohljóðandi: 
 
Stjórn kosin 9.10.13
Kristín Sigurjónsdóttir Formaður
Gunnlaugur Guðleifsson Varaformaður
Ingunn Björnsdóttir Ritari
Hrólfur Baldursson Meðstjórnandi
Kári Hreinsson Meðstjórnandi
 
Og var úrslitum fagnað með dúndrandi lófaklappi og ánægjuhrópum allra þeirra sex sem mættu á fundinn.
 
Aðsókn á fundinn hefði mátt vera meiri en það verður vonandi betri mæting næst þegar fundur verður haldinn. 
 
Eitthvað var rökrætt um það hvort Nikon væri betra en Canon og svo öfugt og svo margar sögur af því hvað væri miklu betra en annað. En fundurinn var allavega skemmtilegur og mikill fróðleikur sem menn miðluðu til hvors annars.
 
Hér er síða Ljósmyndaklúbbs Fjallabyggðar á facebook.
 
ljósmyndaklúbburKristín Sigurjónsdóttir
 
ljósmyndaklúbburGunnlaugur Guðleifsson
 
ljósmyndaklúbburIngunn Björnsdóttir
 
ljósmyndaklúbburGulli Stebbi, Kári Hreins og Kristín
 
ljósmyndaklúbburIngunn Björnsdóttir og Sigurður Ægisson
 
 

Athugasemdir

02.ágúst 2025

Sk Sigló ehf.

580 Siglufjörður
Netfang: sksiglo(hjá)sksiglo.is
Fylgið okkur á Facebook eða Twitter

Póstlisti

Skráðu netfangið þitt á póstlistan okkur.

Ábendingar

Ertu með ábendingu fyrir síðuna eða góða frétt? Sendu okkur þá póst og við könnum málið.

Sendu póst