Ævintýramaðurinn Per Martin Steen á ferð um hið óvænta

Ævintýramaðurinn Per Martin Steen á ferð um hið óvænta Norðmaðurinn Per Martin Steen kom með Norrænu til Seyðisfjarðar fyrir nokkru síðan í ævintýraferð

Fréttir

Ævintýramaðurinn Per Martin Steen á ferð um hið óvænta

Per Martin Steen spilar á Rauðku
Per Martin Steen spilar á Rauðku

Norðmaðurinn Per Martin Steen kom með Norrænu til Seyðisfjarðar fyrir nokkru síðan í ævintýraferð til Íslands. Ævintýrið var að ferðast með Íslendingum og upplifa gestrisni þeirra og velvilja. Vinnur hann fyrir gistingu og mat með gítar að vopni, sem hann fær lánaðan þar sem hann kemur við.

Þessi ævintýragjarni maður kom á Siglufjörð síðla í gærkvöldi og rak þar nefið inná Hannes Boy þar sem hann ræddi drykklanga stund við starfsmenn og gesti. Gisti hann síðan á Hvanneyri áður en hann leit við á Kaffi Rauðku, spilaði hann þar fyrir krakkana í skólamáltíðinni og síðan gesti kaffihússins á eftir. 

Per Martin heldur áleiðis til Sauðárkróks í dag og stefnir á að vinna sig til Ísafjarðar svo augljóst er að hann ætlar að kynnast landi og þjóð vel áður en hann ákveður hvað hann ætlar að gera, en ferðin er óskrifuð blað. Íslendinga lofar hann hátt og segir þá vera einstaklega hjálplega og gaman að sjá hvað menn taka honum vel hvert sem hann kemur. 

Per Martin Steen

Per Martin Steen spilar fyrir krakkana í matartímanum

Per Martin Steen

Gestir Rauðku fengu að heyra í Per Martin Steen á ferð sinni


Athugasemdir

07.desember 2024

Sk Sigló ehf.

580 Siglufjörður
Netfang: sksiglo(hjá)sksiglo.is
Fylgið okkur á Facebook eða Twitter

Póstlisti

Skráðu netfangið þitt á póstlistan okkur.

Ábendingar

Ertu með ábendingu fyrir síðuna eða góða frétt? Sendu okkur þá póst og við könnum málið.

Sendu póst