Afmælishátið eldri borgara í Fjallabyggð var síðastliðinn fimmtudag
sksiglo.is | Almennt | 01.12.2013 | 12:30 | Jón Hrólfur Baldursson | Lestrar 626 | Athugasemdir ( )
Hátíðin var haldin í Allanum og skemmtiatriði og matur voru ekki af verri
endanum.
Eldri og yngri skemmtu sér konunglega á hátíðinni og hvergi var slakað
á í gleði, dansi og söng. Við höfum það eftir öruggum heimildum að hátíðin hafi lukkast vel í alla staði.
Vorboðakórinn söng fyrir gesti, Heldri menn sáu um að spila fyrir dansi og
Stúlli sá um dinnermússik ef svo má segja.
Blaðamaður Siglo.is komst ekki á viðburðinn en Hrönn Einarsdóttir var
svo almennileg að senda okkur myndir og upplýsingar um hátíðina.
Við þökkum Hrönn kærlega fyrir.





Athugasemdir