Aftakaveður á Holtavörðuheiði

Aftakaveður á Holtavörðuheiði Aftakaveður gerði á Holtavörðuheiði í gærkvöldi og lentu tugir ökumanna þar í vandræðum á misvel útbúnum bílum.

Fréttir

Aftakaveður á Holtavörðuheiði

Mynd fengin á ruv.is
Mynd fengin á ruv.is

Aftakaveður gerði á Holtavörðuheiði í gærkvöldi og lentu tugir ökumanna þar í vandræðum á misvel útbúnum bílum. Lokað var fyrir umferð rétt fyrir klukkan níu  vegna veðurs. 
Björgunarsveitir voru á heiðinni í gærkvöldi til að aðstoða ökumenn við að komast niður. 20-30 bílar voru í langri lest uppi á háheiðinni á ellefta tímanum og tókst að aðstoða suma ökumenn við að komast áfram en aðrir sátu fastir.


Upp úr miðnætti var hætt við að reyna að koma bílum niður og voru ökumenn og farþegar þá ferjaðir niður í Staðarskála.
Þegar veður leyfir munu björgunarsveitir og Vegagerðin aðstoða fólk við að sækja bíla sína. Heiðin er enn kolófær, ekki síst vegna bílanna sem voru skildir eftir, sumir á miðjum veginum.

Spáin gerir ráð fyrir suðvestan 15-23 og talsverðri rigningu. Suðvestan 13-20 og él seint í kvöld og á morgun. Hiti  1 til 6 stig fram undir miðnætti, en síðan frost 0 til 7 stig.

Athugasemdir

10.ágúst 2025

Sk Sigló ehf.

580 Siglufjörður
Netfang: sksiglo(hjá)sksiglo.is
Fylgið okkur á Facebook eða Twitter

Póstlisti

Skráðu netfangið þitt á póstlistan okkur.

Ábendingar

Ertu með ábendingu fyrir síðuna eða góða frétt? Sendu okkur þá póst og við könnum málið.

Sendu póst