Ágætis færi í Skarðinu og allar lyftur opnar

Ágætis færi í Skarðinu og allar lyftur opnar Ekki láta blekkjast af snjóleysinu niðri í bæ, nægur er snjórinn í skíðabrekkunum í Skarðsdal. Snjórinn er

Fréttir

Ágætis færi í Skarðinu og allar lyftur opnar

Glaðir skíðamenn á Siglufirði. Mynd fengin á skard.fjallabyggd.is
Glaðir skíðamenn á Siglufirði. Mynd fengin á skard.fjallabyggd.is
Ekki láta blekkjast af snjóleysinu niðri í bæ, nægur er snjórinn í skíðabrekkunum í Skarðsdal. Snjórinn er vel mulinn í öllum brekkum þannig að færið er mjög gott og hæfir öllum segir á heimasíðu skíðasvæðisins skard.fjallabyggd.is.


Svæðið hefur verið þokkalega sótt milli jóla og nýárs og voru um 120 manns í fjallinu á mánudag. Það þarf þó að fara varlega þar sem ekki er mikill snjór fyrir utan hefðbundnar brekkur, ekki er því æskilegt að þvælast útfyrir troðnar brautir. Hæg austan átt á að vera í dag, léttskýjað og hiti um frostmark í skarðinu samkvæmt veðurfréttum vedur.is.

Stefnt er á að svæðið sé opið alla daga um jól og áramót og eru veðurguðirnir þeir einu sem ættu að geta komið í veg fyrir það.

Athugasemdir

16.ágúst 2025

Sk Sigló ehf.

580 Siglufjörður
Netfang: sksiglo(hjá)sksiglo.is
Fylgið okkur á Facebook eða Twitter

Póstlisti

Skráðu netfangið þitt á póstlistan okkur.

Ábendingar

Ertu með ábendingu fyrir síðuna eða góða frétt? Sendu okkur þá póst og við könnum málið.

Sendu póst